Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015

Málsnúmer 1510010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á fund bæjarráðs mættu fulltrúi Bás ehf, Sveinn H. Zophoníasson og deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

    Farið var yfir stöðu þeirra verkefna sem eru í gangi fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

    a. Loftræsting í skólaeldhús í Ólafsfirði.
    Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Þar kemur m.a. fram að heildarkostnaður við smíði og uppsetningu á háfum og kerfi fyrir stofuna sé um 4 milljónir. Á fjárhagsáætlun 2015 eru 2 milljónir í önnur verkefni sem hægt væri að nýta til verkefnisins.

    Bæjarráð samþykkir að klára verkefnið fyrir áramót.
    Jafnframt er viðbótarfjárhæð vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

    b. Hagræðing á móti ráðningu.
    Á 411. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 6. október 2015 var samþykkt ósk skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um ráðningu stuðningsfulltrúa og starfskrafts í lengda viðveru til áramóta.
    Bæjarráð fól skólastjóra að mæta launaútgjöldum með hagræðingu í rekstri og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
    Tillaga skólastjóra er að þar sem reikna má með meiri tekjum vegna nemenda með lögheimili í öðrum sveitarfélögum sem nemur a.m.k. kr. 1.200.000 umfram áætlun, vegi sú upphæð upp útgjaldaaukningu launa. Reiknað er með að launakostnaður við stuðningsfulltrúa í 63% starf er samtals u.þ.b. kr. 240.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum. Launakostnaður við skólaliða í 25% starfi í lengdri viðveru er samtals u.þ.b. kr. 90.000 á mánuði með orlofi og launatengdum gjöldum.
    Samtals að upphæð kr. 330.000 pr. mánuð eða samtals kr. 990.000 á árinu 2015.

    Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra og vísar breytingum milli deilda til viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á 21. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 8. október 2015, var lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir umsókn og vísar upphæð sem upp á vantar í fjárhagsáætlun til viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram drög að ráðgjafasamningi í tengslum við útboð á vátryggingum Fjallabyggðar við Consello ehf.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Bæjarstjóri fór yfir viðskiptaáætlun í tengslum við hafnarframkvæmdir ásamt samskiptum við Vegagerð, Innanríkisráðuneytið og ráðherra.

    Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er 487 millj. þar af er hlutdeild hafnarsjóðs 109 millj.

    Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.

    Bæjarráð samþykkir að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa auknum útsvarstekjum þessa árs að upphæð 39,257 milljónum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015, með tilvísun í staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í tilefni 100 ára vígsluafmælis Ólafsfjarðarkirkju, samþykkir bæjarráð 100 þúsund króna gjöf til kirkjunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lagt fram til kynningar bréf Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg til Leyningsáss ses. um aðgang félagsins að skíðasvæðinu utan formlegs opnunartíma.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lagt fram til kynningar svar Ofanflóðanefndar frá 196. fundi, við erindi Fjallabyggðar frá 9. september 2015.

    a. Aðkoma Ofanflóðasjóðs að viðgerðum vegna tjóns sem varð á Hólavegi og Fossvegi í úrhellinu 28. ágúst 2015 er til nánari skoðunar.
    b. Ósk um endurbætur á dreni úr Bakkatjörn neðan garðs 6 (Kálfs) var samþykkt og verður verkið unnið í samstarfi við starfsmann nefndarinnar.
    c. Aðkoma Ofanflóðasjóðs að viðgerðarkostnaði á Hólavegi norðan Hvanneyrarár að Hvanneyrarbraut er samþykktur með 60% hlut, að upphæð allt að 17,5 millj.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 7. október 2015, er farið yfir ákvæði 66. greinar sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.
    Eftir yfirferð eftirlitsnefndar á ársreikningi sveitarfélagsins 2014 er óskað eftir upplýsingum um hvort einstaka fjárfesting þess árs sé hærri en 20% af skatttekjum.

    Engin einstaka framkvæmd fór yfir 20% af skatttekjum.
    Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram til kynningar frá Íslenska gámafélaginu, grenndarstöð, sem lausn fyrir flokkun í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Á 410. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var tekið fyrir erindi Jassklúbbs Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á viðskiptaskuld frá árinu 2012, vegna auglýsinga á Jasshátíð klúbbsins það árið, þar sem þáverandi menningarfulltrúi hafi samþykkt að Fjallabyggð greiddi þær.

    Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að veita umsögn.

    Umsögn lögð fram.

    Bæjarráð óskar eftir því að forsvarsmenn Jassklúbbs Ólafsfjarðar mæti á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 14. október 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í Lindargötu 22, 580 Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Í erindi Íbúðalánasjóðs til bæjarstjórnar Fjallabyggðar, dagsett 8. október 2015, er Fjallabyggð boðið til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í Fjallabyggð.

    Þar sem Fjallabyggð hefur verið að losa sig við íbúðir úr eignasafni sínu, sér bæjarráð sér ekki fært að taka upp viðræður um kaup á eignum Íbúðalánasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20. október 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 413. fundar bæjarráðs staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.