Ungmennaráð Fjallabyggðar

9. fundur 04. nóvember 2015 kl. 16:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Haukur Orri Kristjánsson aðalmaður ungmennaráðs
  • Óskar Helgi Ingvason aðalmaður ungmennaráðs
  • Tinna Kristjánsdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Anna Día Baldvinsdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Erla Mary Sigurpálsdóttir varamaður ungmennaráðs
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi

1.Afþreying unglinga í Fjallabyggð

Málsnúmer 1511006Vakta málsnúmer

Fjallað var um afþreyingu unglinga í Fjallabyggð og komu ýmsar hugmyndir varðandi þennan lið.
Hugmyndir um bíó einu sinni til tvisvar í viku. Fjölbreyttara íþróttaval. Blak, körfubolti, dans fyrir unglinga. Að leikfélagið taki tillit til unglinga við val á leikverkum.
Ungmennaráð leggur til að sundkort verði lækkuð til unglinga í Fjallabyggð svo að þeir fari að mæta í sund.

2.Framtíðarhúsnæði Neon

Málsnúmer 1511003Vakta málsnúmer

Íþrótta-og tómstundafulltrúi upplýsti fundarmenn um hvað hefði verið gert til að fá húsnæði fyrir félagsmiðstöð.
Fundarmenn voru sammála um að finna yrði framtíðarhúsnæði undir félagsmiðstöð og bentu á Listhúsið í Ólafsfirði sem er til sölu.
Þar væri komið framtíðarhúsnæði fyrir alla aldurshópa og þá yrði félagsmiðstöðin eingöngu í Ólafsfirði.
Nefndarmönnum finnst að það mætti kaupa leikjatölvur, spil og sófa.

3.Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1410049Vakta málsnúmer

Fjallað var um kvikmyndasýningar í Menningarhúsinu Tjarnarborg og voru nefndarmenn sammála um að skora á bæjaryfirvöld að hefja sýningar á kvikmyndum einu til tvisvar sinnum í viku.
Rútuferðir til og frá Siglufirði verði samræmdar við sýningar.

4.Líkamsrækt, Siglufirði

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Ungmennaráð bendir á að lagfæra þarf tækin í ræktinni og gera ráð fyrir endurnýjun tækja að einhverju leyti í fjárhagsáætlun.

5.Unglingastarf í hestamannafélögum

Málsnúmer 1511005Vakta málsnúmer

Formaður benti á að við eigum reiðskemmur, sem hægt væri að nota fyrir reiðnámskeið t.d. í samstarfi við hestamannafélögin.
Ungmennaráð skorar á hestamannafélögin að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga yfir vetrartímann.

6.Hönnunartillögur - Ræktin Ólafsfirði

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnti tillögur A og B. Ungmennaráð lýsir ánægju sinni með tillögu A og bendir á að sama ástand er á tækjum í ræktinni í Ólafsfirði og á Siglufirði.

7.Ungmennaráð UMFÍ

Málsnúmer 1511009Vakta málsnúmer

Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnti bréf frá UMFÍ þar sem farið er fram á tilnefningar í Ungmennaráð UMFÍ af hálfu aðildarfélaga.
Íþrótta-og tómstundafulltrúa falið að kanna kostnað sem gæti orðið af ferðum viðkomandi.
Formaður, Haukur Orri Kristjánsson er tilbúinn að gefa kost á sér í Ungmennaráð UMFÍ.

Fundi slitið.