Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

93. fundur 03. nóvember 2015 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Rannveig Gústafsdóttir varamaður, F lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Rekstraryfirlit ágúst 2015

Málsnúmer 1510030Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustu fyrstu átta mánuði ársins: Rauntölur, 75.009.662 kr. Áætlun, 63.285.464 kr. Mismunur; -11.724.198 kr.

2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2016.
Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.

3.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2016. Í tillögunni er lögð áhersla á að innheimta vegna fæðiskostnaðar verði í samræmi við útgjöld vegna innkaupa á matvælum. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs.

Fundi slitið.