Hafnarstjórn Fjallabyggðar

75. fundur 21. október 2015 kl. 12:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varamaður, F lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Þar sem ekki var hægt að halda fundinn á auglýstum tíma, vegna forfalla, frestaði formaður fundi og ákveðið var að halda honum áfram í Ráðhúsinu á Siglufirði 22. október kl. 12:00.

1.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og gerði grein fyrir bókunum skemmtiferðaskipa árið 2016.

2.Öryggis- og eftirlitsmyndavélakerfi fyrir hafnir Fjallabyggðar

Málsnúmer 1405039Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í skilti vegna öryggismyndavéla fyrir hafnir frá Securitas og Skiltagerð Norðurlands.

Hafnarstjórn samþykkir að setja upp fimm skilti frá Skiltagerð Norðurlands.

3.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð 2016.

4.Rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs

Málsnúmer 1508023Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

5.Niðurrekstur á þili og dýpkun - Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1510035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur reikningur fyrir efni í bryggjuþil og festingar að upphæð 79 millj. án vsk.
Bæjarráð samþykkti á 413. fundi sínum að heimila greiðslu á efniskaupum og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Einnig hefur Vegagerðin auglýst útboð á endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði. Tilboð verða opnuð 3. nóvember 2015.

Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hafnarsjóð 2016.

Fundi slitið.