Umhverfisátak 2014

Málsnúmer 1405039

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21.08.2014


Farið yfir eftirfarandi þætti er tengjast umhverfisátaki.

1. Fuglafæla


Búnaður verður settur upp í næstu viku í Siglufjarðarhöfn.


2. Öryggismyndavélar


Lagt fram til kynningar og verður til umfjöllunar á næsta fundi.



3. Fiskúrgangur
Framtíðarlausn þarf að finnast fyrir bæjarfélagið.  
Hafnarstjóra falið að leita leiða í samtarfi við fagaðila.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 02.10.2014

Lögð fram tilboð í eftirlitsmyndavélar sem eiga að stuðla að betri umgengni um hafnarsvæðið.
Tvö tilboð bárust.
Frá Icetronica, þar er um að ræða tveggja ára ábyrgð á Zavio myndavélum og myndþjóni en á harða diskinum nær ábyrgðin til þriggja ára.

Búnaður fyrir Siglufjörð
Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.603.193.-
Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.054.065.-

Frá Securitas, þar er um að ræða samskonar ábyrgð á Mobitic myndavélum og Hik-vision myndavélum með Avigilion upptökubúnaði.

Búnaður fyrir Siglufjörð
Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.237.853.-
Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.010.187.-

Hafnarstjórn telur rétt að taka lægra tilboðinu enda sé um að ræða sambærilegan búnað.
Hafnarstjóra er falið að ganga frá samningi við söluaðila.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir tilboði í búnaði fyrir Ólafsfjörð.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lagðar fram upplýsingar um tilboð í myndavélakerfi fyrir höfnina á Ólafsfirði og er lagt til að tilboðinu verði tekið.
Hafnarstjórn leggur til að búnaðurinn verði keyptur og settur upp á árinu 2015 og fylgi fjárhagsáætlun þess árs.
Gera skal ráð fyrir 1.5 m.kr. í áætlun ársins.

Hafnarstjóri lagði fram upplýsingar um lagfæringar og nýtengingar fyrir vatn og rafmagn á Hafnarbryggju.
Áætlaður kostnaður er 4.0 m.kr.

Hafnarstjórn leggur til að ráðist verði í framkvæmdirnar á árinu 2015 og að upphæðin verði í áætlun ársins.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 05.03.2015

Lögð fram uppfærð tilboð í myndavélakerfi fyrir báðar hafnir ásamt staðsetningum myndavéla, þrjár á Ólafsfirði og 5-6 á Siglufirði. Kostnaður með uppsetningu er áætlaður 3 milljónir.

Hafnarstjórn staðfestir fyrri ákvörðun um kaupin og tillögu að uppsetningu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Búið er að afhenda allt efni fyrir myndavélakerfin og er gert ráð fyrir að uppsetningu verði lokið í júní.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12.10.2015

Lögð fram tilllaga að skilti sem sett yrði við hafnir þar sem bent er á að hafnarsvæði eru vöktuð með myndavélum.

Hafnarstjóra falið að fá tilboð í smíði og uppsetningu á skiltum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21.10.2015

Lögð fram tilboð í skilti vegna öryggismyndavéla fyrir hafnir frá Securitas og Skiltagerð Norðurlands.

Hafnarstjórn samþykkir að setja upp fimm skilti frá Skiltagerð Norðurlands.