Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð

Málsnúmer 1506002

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Mikil aukning er á komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar. Á árinu 2015 eru tveir dagar þar sem tvö skemmtiferðaskip verða á staðnum á sama tíma.
Við þær aðstæður verður ekki pláss fyrir öll skip á Bæjarbryggju og því þarf að leggja togurum og/eða skemmtiferðaskipum annað hvort að Ingvarsbryggju eða Óskarsbryggju.

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að finna lausn á vandamálinu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73. fundur - 19.08.2015

Staðfest
Nú þegar hafa eftirtaldar bókanir borist vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2016.
a) Ocean Diamond - 8 skipti
b) National Geograpic Explorer - 2 skipti

Hafnarstjórn fagnar þessum bókunum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 12.10.2015

Skemmtiferðaskipið Deutschland hefur bókað komu sína til Siglufjarðar 20. júlí 2016.

Hafnarstjórn óskar eftir að Aníta Elefsen komi á næsta fund hafnarstjórnar og geri grein fyrir áætlun komu skemmtiferðaskipa árið 2016.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21.10.2015

Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og gerði grein fyrir bókunum skemmtiferðaskipa árið 2016.