Bæjarstjórn Fjallabyggðar

171. fundur 13. febrúar 2019 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019

Málsnúmer 1901012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram minnisblað deildastjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.
    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. GJ smiðir ehf, Trésmíði ehf, L7 ehf, Berg ehf, BB byggingar ehf, Betra þak ehf og Ferningar ehf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Vesturstíg í Ólafsfirði.
    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. Árni Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, og Sölvi Sölvason.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Vesturstíg í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.09.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Bakkabyggð í Ólafsfirði.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. Árni Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, og Sölvi Sölvason.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Bakkabyggð í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Eftirtöldum aðilum var boðið að taka þátt í verðkönnun vegna innheimtu á kröfum Fjallabyggðar og urðu þeir við beiðninni :

    Momentum/Gjaldheimtan, Motus/Lögheimtan/Pacta, og Inkasso/Lög og Innheimta.
    Bæjarráð samþykkir að um verðkönnunargögn aðila gildi trúnaður.

    Lagður fram verðsamanburður bjóðenda.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Mótus sem á hagstæðasta tilboðið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að ganga frá samningi frá 1. mars 2019 og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lögð fram Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2015-2019.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar að uppfæra Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar og leggja fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun í samstarfi við Primex vegna viðgerðar og lengingar á útrásarröri frá Primex til þess að minnka hættu á mengun í Siglufjarðarhöfn.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir þegar kostnaðurtölur liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið og Særún Hlín Laufeyjardóttir sat undir málinu í hans stað.

    Lög fram skýrsla Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings um tillögur að úrbótum að rekstri og fyrirkomulagi Slökkviliðs Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að halda áfram umfjöllun um málið.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram til kynningar.
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til laga þar sem innleidd verða ákvæði tilskipunar ESB 2014/61 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptum.
    Frestur til að skila inn umsögn er til og með 5. febrúar nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.01.2019 er varðar útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla á árinu 2017. Í Fjallabyggð námu útgjöld vegna leik- og grunnskóla 43% af skatttekjum ársins 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lögð fram tillaga Átta ráðgjafar, dags. 18.01.2019 að uppbyggingu átaksverkefnis í Fjallabyggð sem felur í sér ráðgjöf til fyrirtækja og frumkvöðla í sveitarfélaginu og unnið verður í nokkrum skrefum.

    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 24.01.2019 þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarfélögum varðandi úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur með sérþarfir. Könnunin er liður í vinnu stýrihóps um menntun fyrir alla sem vinna að gerð leiðbeininga til sveitarfélaga um úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur í skólakerfi fyrir alla. Óskað er eftir svörum fyrir 11.02.2019.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lögð fram umsókn Ferðafélagsins Trölla um styrk vegna verkefnisins Gullmolar Tröllaskaga.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni þar sem umsóknin skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Bæjarráð hvetur Ferðafélagið Trölla til að sækja um á auglýstum umsóknartíma fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 590. fundur - 29. janúar 2019 Lagt fram erindi Sigurlaugs Odds Jónssonar, fyrir hönd eiganda að Hólavegi 12 og 16, dags. 24.01.2019 er varðar óskir til umhverfis- og skipulagsnefndar um lagfæringu á eignum og malarvegum á Hólavegi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 590. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019

Málsnúmer 1901013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir janúar 2019. Innborganir nema 90.269.156 kr. sem er 105,88% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram erindi Davíðs Gíslasonar fh. Momentum og Gjaldheimtunar dags. 01.02.2019 þar sem krafist er afhendingar gagna er varðar verðkönnun á innheimtu fyrir klukkan 16.00, mánudaginn 4. febrúar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu að bæjarstjórnarfundi loknum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lögð fram drög að samkomulagi um hljóðútsendingu frá bæjarstjóranafundum Fjallabyggðar á árinu 2019 við Hljóðsmárann ehf.

    Bæjaráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Bókun H-listans :

    H listinn fagnar því samkomulagi sem gert hefur verið við Hljóðsmárann ehf. varðandi hljóðútsendingu á bæjarstjórnarfundum í Fjallabyggð.
    Næsta skref verður vonandi það að upptökurnar verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins undir fundagerð hvers bæjarstjórnarfundar.

    Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 29.01.2019 vegna umsagnar um leiksýninguna „Það og Hvað“.
    Deildarstjóri leggur til að erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur dags. 21.12.2019 þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á að fá leiksýninguna verði vísað til skoðunar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þess hvort sýningin hentar dagskrá í tengslum við bæjarhátíðina Trilludaga.

    Bæjarráð þakkar Júlíönu Kristínu Jónsdóttur gott boð og vísar erindinu til markaðs- og menningarfulltrúa til skoðunar í tengslum við dagskrá Trilludaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30.01.2019 varðandi tillögur/óskir bæjarstjórnar Fjallabyggðar um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Niðurstaða ráðuneytisins er eftirfarandi:

    a) liður tillagnanna samþykktur.
    b) liður tillagnanna samþykktur að öðru leiti en að síðasta málsgrein er ekki samþykkt vegna ákvæða laga og reglugerðar um byggðakvóta.
    c) liður tillagnanna samþykktur.
    d) liður tillagnanna samþykktur.
    e) liður tillagnanna synjað þar sem skýr laga- og reglugerðarákvæði eru um tvöföldun byggðakvótans og verða engar undantekningar frá því samþykktar.
    f) liður tillagnanna samþykktur.

    Sérreglur Fjallabyggðar verða því eftirfarandi:

    Ákvæði reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

    a) Ákvæði a-liðar 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, við lok umsóknarfrests og eru undir 1.000 brúttótonn að stærð.

    b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó að hámarki 70.000 þorskígildiskíló á bát.

    c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

    e) Við ákvæði 1. mgr. 6. gr. bætist: Heimil eru skipti á fiski í jöfnum þorskígildum milli fiskvinnslna
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar samantekt af fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við fulltrúa Vegagerðarinnar um málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð sem fram fór á Akureyri þann 29.01.2019. Rætt var um stöðu á þjónustusamningi í brunavarnaráætlun Fjallabyggðar, miðbæjarskipulag á Siglufirði, yfirlagnir á þjóðvegi í þéttbýli, efnistöku vegna burðarlaga í Skarðsveg, vindmæli á Saurbæjarás og útboð vegna efnisvinnslu á ofaníburði í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi forsætisráðuneytisins, dags. 28.01.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru árið 2015. Verkefnahópur á vegum Ríkisstjórnarinnar hefur unnið stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum og tillögu að forgangsmarkmiðum stjórnvalda. Samband íslenskra sveitarfélaga á nú fulltrúa í verkefnastjórninni og mun í samstarfi við hana skapa vettvang fyrir sveitarfélög um kynningar og fræðslu um markmiðin og innleiðingu þeirra.
    Fyrsta kynning á sveitarfélögum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hótel Reykjavík 15. febrúar nk. Þar munu sveitarfélög sem þegar eru farin af stað segja frá vinnu sinni og fjallað verður um tengingar ýmissa samstarfsverkefna á sveitarstjórnarstigi við markmiðin. Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags, 25.01.2019 þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að útgefin áfangaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi sviðs sveitarfélagsins. Áfangaáætlun Norðurlands sem er stefnumótandi stjórnunaráætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi er unnin í samstarfi og samþættingu við aðrar áætlanir á svæðinu s.s. deili- og aðalskipulags sveitarfélaga, samgönguáætlun, byggðaáætlun og landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að markaðs- og menningarfulltrúi kynni áfangaáætlun Norðurráðs á fundi bæjarráðs og vísar áfangaáætlun Norðurlands einnig til kynningar í markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.01.2019 þar sem boðað er til XXXIII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður þann 29. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík frá kl. 10-15:45.
    Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn á sama stað kl. 16.


    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Þekkingarnets Þingeyinga, dags. 28.01.2019 vegna ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi III sem haldin verður á Húsavík dagana 21.-24. maí nk.
    Þátttöku er æskilegt að tilkynna sem fyrst til Þekkingarnets Þingeyinga á netfangið hac@hac.is

    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.01.2019 er varðar reglur um meðferð umsókna um húsnæði á vegum sveitarfélagsins og að við úthlutun beri að leggja mat á félagslegar aðstæður umsækjenda og hvort viðkomandi þurfi aðstoð til þess að teljast búa við húsnæðisöryggi. Tekju- og eignaviðmið eru meðal þeirra aðstæðna sem meta skal, þyngd framfærslu, íþyngjandi kostnaður vegna heilsufars og aðrar slíkar aðstæður. Ákvörðun um úthlutun er því matskennd þar sem viðmið um tekjur og eignir eru einn þeirra þátta sem vegin er ásamt öðrum. Útgefið viðmið um tekjur og eignir er því ekki endanlegur matskvarði við úthlutun félagslegra leiguíbúða. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram erindi Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland, dags. 29.01.2019 er varðar nýtt ferðakort sem gefur möguleika á að gista á „betri“ tjaldsvæðum landsins. Travelcard auglýsir tjaldsvæði á heimasíðu sinni auk þess að bjóða samstarfsaðilum flotta og ítarlega kynningu á tjaldsvæðum sínum, án endurgjalds í kynningarefni fyrirtækisins sumarið 2019.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), dags. 30.01.2019 þar sem athygli er vakin á því að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni sem fer af stað í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar nk. Leiðbeiningar um skráningu má finna á https://lifshlaupid.is/keppnir/


    Bæjarráð samþykkir að hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga til þátttöku í Lífshlaupinu 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar ásamt leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. 11.2018 um skipan öldungaráðs skv. nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1. október sl.

    Einnig lagt fram erindi frá félögum eldri borgara í Ólafsfirði og á Siglufirði þar sem þess er óskað að fjöldi fulltrúa félaga eldri borgara í Fjallabyggð haldist óbreyttur frá því sem áður var þ.e. tveir fulltrúar frá hvoru félagi auk jafnmargra varamanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa samþykkt fyrir öldungaráð Fjallabyggðar til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir ósk félaga eldri borgara í Fjallabyggð um að félögin skipi hvort um sig tvo fulltrúa og tvo til vara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis, dags. 31.01.2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra), 306. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lagt fram erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 01.02.2019 er varðar upplýsingar um reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember síðastliðnum.
    Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára. Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að sveitarfélög skuli skila inn fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.01.2019 Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 591. fundur - 5. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar 3. fundargerð verkefnahóps Eyþings um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 21.01.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 591. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019

Málsnúmer 1902008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram bréf bæjarstjóra til Skipulagsstofnunnar dags. 7. febrúar 2019 vegna framkvæmda á skólpdælustöð á lóð Síldarleitarinnar sf, Tjarnargötu 14-16.

    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019.

    Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019 samtals kr. 2.882.404.-
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Á 67. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 04.02.2019 vísaði nefndin til bæjarráðs ósk leikskólastjóra um 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum. Kostnaður vegna viðbótarstöðugildis á árinu 2019 er kr. 4.536.000.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild vegna 75% viðbótarstöðugildis við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings og vísar kostnaði að upphæð samtals kr. 4.158.000 til viðauka nr.2/2019 við deild 04110, lykill 1110 kr. 3.344.000 og deild 04110, lykill 1890 kr.814.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lögð fram drög að þjónustusamningum um tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði ásamt drögum að auglýsingu um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustusamningum fyrir tjaldsvæðin í Ólafsfirði og á Siglufirði ásamt drögum að auglýsingu um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.5 1902052 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Á 116. fundi Félagsmálanefndar þann 7. febrúar sl., samþykkti nefndin að vísa til bæjarráðs drögum að samningi við Þorleif Kr. Níelsson, félagsráðgjafa um sérfræðiþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna sérfræðiþjónustu félagsráðgjafa og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu félagsráðgjafa rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 01.02.2019 er varðar ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem haldin er í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í Hörpu 4. og 5. apríl 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, dags. 01.02.2019 vegna aðstoðar og þjónustu sem félagið getur veitt bæði um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram erindi Trölla.is, dags. 01.02.2019 er varðar fyrirspurn lesanda vegna trúnaðar um verðkönnunargögn.
    Spurningar eru eftirfarandi:

    Hvernig var með opna og upplýsta umræðu/upplýsingar um málefni Fjallabyggðar. Hvers vegna gildir trúnaður um verðkönnunargögn.
    Eiga ekki íbúar Fjallabyggðar rétt á að vita hve hár kostnaður muni lenda á þeim ef einhverra hluta vegna þeir geti ekki greitt t.d. leikskólagjöldin sín á réttum tíma ? Nú eða skólamáltíðir og fasteignagjöld.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Hagstofu Íslands, dags. 30.01.2019 er varðar upplýsingaöflun um laus störf á íslenskum vinnumarkaði frá og með 1 ársfjórðungi 2019. Markmið Hagstofu Íslands með þessari skráningu starfa er að til verði hagskýrslur sem gefa góða heildarmynd af fjölda lausra starfa og ráðningum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður munu nýtast við mat á stöðugleika og mannaflaþörf á vinnumarkaði. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram erindi Nordjobb, dags. 01.02.2019 er varðar samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-30 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum Norðurlöndunum ásamt því að skipuleggja fjölbreytta tómstunda- og menningardagskrá fyrir Nordjobbara í hverju landi fyrir sig. Óskað er eftir því að sveitarfélagið ráði til sín tvo Nordjobbara til sumarstarfa 2019.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Bjarna Björnssonar, dags. 02.02.2019 þar sem boðin er þjónusta varðandi prófarkalestur skýrslna og annars texta á íslensku fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt innslætti hvers kyns texta og skjala á íslensku. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram erindi frá Flokkun Eyjafjarðar ehf, dags. 06.02.2019 er varðar upplýsingar frá stjórnarfundi Norðurá bs. sem haldinn var 5. febrúar sl.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.14 1902053 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lögð fram tillaga Jóns Valgeirs Baldurssonar fyrir hönd H- listans þar sem lagt er til að sveitarfélagið fari í viðræður við Arion banka um hugsanleg kaup á húsnæði bankans í Ólafsfirði. Ef af verður megi flytja bókasafn, fundaraðstöðu og aðstöðu deildarstjóra Fjallabyggðar úr Ólafsvegi 4 þar sem aðgengi er óásættanlegt og aðstaða ekki nægilega stór. Tillaga H- listans gerir ráð fyrir að áfram verði leigð út skrifstofurými á annarri hæð ásamt því að starfsemi Neon eða listaverkasafn Fjallabyggðar verði staðsett á 3. hæð hússins. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi héraðsskjalasafns eða að minnsta kosti hluti hennar flytjist í Ólafsfjörð. Húsnæði að Ólafsvegi 4 yrði selt.

    Meirihluti bæjarráðs áréttar að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði né flutningi bókasafns, héraðsskjalasafns, Neon eða listaverkasafns í nýtt húsnæði.

    Meirihluti bæjarráðs leggur til að:
    Stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir Neon og að skoðaður verði kostnaður vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði, hönnunar og lagfæringar á húsnæði Arion banka að starfsemi bókasafns, upplýsingamiðstöðvar, hérðsskjalasafns, Neon og/eða listaverkasafns og að gert verði mat á söluverðmæti húseignar að Ólafsvegi 4.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af aðstöðu í kjallararými húsnæðis MTR til skotæfinga.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir vegna afnota Skotfélagsins í kjallararými MTR svo lengi sem skólameistari MTR telur það ekki trufla starfsemi skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi uppsetningu tengiskápa Tengis vegna háhraðanets í Ólafsfirði í ónotuðu kjallararými skólahúsnæðisins.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við uppsetningu tengiskápa Tengis vegna háhraðanets í kjallararými skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Eyþings, dags. 07.02.2019 er varðar breytingar á tímatöflu Stræto bs, leið 78 og 79. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna, dags. 07.02.2019 er varðar skýrslu um niðurstöðu könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Nefndarsviði Alþingis dags, 06.02.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 495. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Nefndarsviði Alþingis, dags. 07.02.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir.
    67. fundar fræðslu- og frístundanefndar dags. 04.02.2019
    102. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 06.02.2019
    20. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 06.02.2019
    13. fundur Skólanefndar TÁT frá 08.02.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019

Málsnúmer 1902001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Á síðasta fundi nefndarinnar var bókað að boða Þórarinn Hannesson á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Þórarinn Hannesson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir sínar að fræðsluerindum fyrir yngri kynslóðina. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Þórarni fyrir komuna og leggur til að fræðsla verði sniðin að miðstigi grunnskólans ásamt unglingum í félagsmiðstöðinni Neon. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vera í sambandi við Þórarinn og leggja hugmyndir að fræðslu og tímasetningum fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Undir þessum lið sátu þær Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

    Olga Gísladóttir og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjórnendur leikskólans luku í síðustu viku ríflega 10 mánaða námi í stjórnendaþjálfun. Stjórnendaþjálfun þessi ber nafnið Effective Leadership Development eða Árangursrík stjórnun frá Leadership Management International. Kristján Már Magnússon sálfræðingur frá Reyni-ráðgjafastofu stýrði þjálfuninni. Aðdragandi verkefnissins var tillaga fræðslu- og frístundanefndar í október 2017 um að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda leikskólans eftir vísbendingar úr sjálfsmati skólans um að viðbragða væri þörf. Í kjölfarið var samið við Reyni ráðgjafastofu um áðurgreinda ráðgjöf og stjórnendaþjálfun. Í upphafi vinnunnar voru tekin viðtöl við starfsmenn leikskólans og samantekt úr niðurstöðum viðtalanna var kynnt á starfsmannafundi. Niðurstöður þessara viðtala voru einnig notaðar sem efniviður í stjórnendaþjálfuninni og námið þannig tengt verkefnum daglegs starfs í leikskólanum.
    Olga kynnti upplifun sína og ávinning af þjálfuninni fyrir fundarmönnum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
    Leikskólastjóri óskar eftir viðbótar 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum.
    Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Lagt fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hlutverk og skipun fagráðs eineltismála í grunn og framhaldsskólum. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 4. febrúar 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Hagstofu Íslands tóku saman á árinu 2016 upplýsingar um kennslumínútufjölda í list- og verkgreinum. Í ljós kom að í Grunnskóla Fjallabyggðar vantaði upp á mínútufjölda í þessum námsgreinum á unglingastigi. Menntamálastofnun kallar nú eftir upplýsingum um fjölda mínútna á viku í list- og verkgreinum hjá yngsta-, mið- og unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar. Svarbréf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til Menntamálastofnunnar lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að list- og verkgreinakennsla í 1.-4.bekk er 900 mínútur á viku samtals og viðmiðið er 900 mínútur. Í 5.-7.bekk er list- og verkgreinakennsla 810 mínútur samtals en viðmiðið er 840 mín. Á unglingastigi er list- og verkgreinakennsla 390 mínútur en viðmiðið er 340 mínútur. Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 67. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019

Málsnúmer 1902002FVakta málsnúmer

  • 5.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1.janúar - 5. febrúar 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.

    2019 Siglufjörður 3017 tonn í 47 löndunum.
    2018 Siglufjörður 766 tonn í 46 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 24 tonn í 16 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 18 tonn í 19 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Máli frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Umræða tekin um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1805111 Gjaldskrár 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar.
    Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á 12.grein gjaldskrárinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að vinna starfslýsingar hafnarvarða. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Lagt fram erindi Anítu Elefsen um markaðsmál hafnarinnar. Nefndin felur Anítu ásamt markaðs- og menningarfulltrúa að sækja SeaTrade Europe í Hamborg 11.-13. september 2019. Fjallabyggðarhafnir munu nýta sér fulltrúa Cruise Iceland á SeaTrade í Miami í apríl nk. Keypt verða nafnspjöld og usb lyklar fyrir kynningarefni. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 6. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 409. fundar Hafnarsambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar hafnarstjórnar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019

Málsnúmer 1902005FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019 Breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva varðandi aðgang unglinga að líkamsrækt og nemaafslátt kynntar fyrir Ungmennaráði. Ungmennaráð fagnar þessum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar Ungmennaráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019 Farið yfir reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Um síðustu áramót hækkuðu styrkir úr 30.000 kr í 32.500 kr. Ungmennaráð fagnar því að styrkurinn hafi hækkað um síðustu áramót og vonar að hann muni hækka meira á næstu árum. Ungmennaráð segir að barnmörgum fjölskyldum muni verulega um að geta nýtt frístundaávísanir við greiðslu á tónlistarnámi og íþróttaiðkun barna. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 20. fundar Ungmennaráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019

Málsnúmer 1902004FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Umræður um fundardaga félagsmálanefndar næstu mánuði og helstu verkefni nefndarinnar sem fram undan eru. Nefndin ákveður að heimsækja starfstöðvar félagsþjónustunnar á næstu vikum. Einnig samþykkir nefndin að óska eftir sameiginlegum fundi með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar til að ræða og fara yfir sameiginleg verkefni. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði kr. 153.552 og taki gildi frá og með 1. mars næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Félagsmálanefnd fór yfir drög að nýjum reglum um heimaþjónustu í Fjallabyggð. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Deildarstjóri lagði fram drög að sérstökum reglum um úthlutun íbúða í Skálarhlíð. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Deildarstjóri lagði fram matslista fyrir forgangsröðun biðlista eftir íbúð í Skálarhlíð. Matslistinn tekur á þáttum sem snúa að heilsufari, aldri, félagslegum aðstæðum og núverandi húsnæðisaðstæðum umsækjenda. Félagsmálanefnd samþykkir að matslistinn verði tekinn í notkun við forgangsröðun biðlista eftir íbúð í Skálarhlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 7. febrúar 2019 Lögð fram drög að samningi við Þorleif Kr. Níelsson, félagsráðgjafa um sérfræðiþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. mars 2019 til 31. desember 2019. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019

Málsnúmer 1902006FVakta málsnúmer

  • 8.1 1901100 Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.2 1810051 Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Erindi barst frá Trölla.is þar sem óskað var eftir samstarfi. Hugmynd Trölla er að FM Trölli gæti sent út tónleika/tónfundi tónlistarskólans, annað hvort beint, eða tekið þá upp og sent út eftirá. Skólanefnd óskar eftir umsögn skólastjóra um erindi Trölla og jafnframt að kannað verði með afstöðu persónuverndarfulltrúa gagnvart erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.3 1901103 Nemendafjöldi á vorönn 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Skólastjóri kynnti nemendafjölda og kennslugreinar TÁT á vorönn. Samtals eru 202 nemendur í skólanum og enginn biðlisti. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.4 1901104 Starfsmannamál TÁT vorönn 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Farið yfir starfsmannamál og stöðugildi við TáT. 15 kennarar eru starfandi við skólann í 11,6 stöðugildum. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.5 1901105 Starfið framundan - Nótan 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Uppskeruhátíð TÁT verður fimmtudaginn 14. mars nk. Forkeppni Nótunnar fer fram á Eskifirði laugardaginn 23. mars og lokakeppni Nótunnar verður haldin í Hofi Akureyri 6. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019

Málsnúmer 1902003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 þar sem fyrirhugað hús er að hluta utan skilgreinds byggingarreits samþykkir nefndin að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Flæða vegna stækkunar byggingarreits á Mararbyggð 43. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. heimild í 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deildarstjóra tæknideildar er falin útgáfa byggingarleyfis að lokinni deiliskipulagsbreytingu, að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. með áorðnum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 Í ljósi athugasemda og við nánari skoðun, óskar nefndin eftir fullnægjandi kynningargögnum sbr. 5.9.7.gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og mun í framhaldi af því endurtaka grenndarkynninguna. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 Nefndin samþykkir 3.lið umsóknarinnar en óskar eftir frekari gögnum vegna liðar nr.1 og 2. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 Erindið er samþykkt. Deildarstjóra tæknideildar er falin útgáfa byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með áorðnum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11. febrúar 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12. febrúar 2019

Málsnúmer 1902007FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12. febrúar 2019 Ólafur Stefánsson formaður var fjarverandi undir þessum lið. Ægir Bergsson varaformaður stjórnaði fundi.
    Í upphafi fundar heimsóttu fundarmenn bæjarlistamann 2019 Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur á vinnustofu hennar. Hólmfríður kynnti nefndarmönnum verk sín. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Hólmfríði kærlega fyrir skemmtilega og fræðandi móttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12. febrúar 2019 Ólafur Stefánsson formaður var fjarverandi undir þessum lið. Ægir Bergsson varaformaður stjórnaði fundi. Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar fór yfir starfið í menningarhúsinu á síðastliðnu ári. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu fyrir yfirferðina. Ljóst er að starfið í húsinu er að aukast og verða fjölbreyttara með hverju árinu. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 51. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12. febrúar 2019 Markaðs- og menningarnefnd leggur fram tillögu um að samsetning stýrihóps um gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar verði með eftirfarandi hætti: Tveir aðilar úr bæjarstjórn, formaður markaðs- og menningarnefndar og tveir aðilar sem hafa reynslu eða menntun á sviði markaðssetningar. Markaðs- og menningarfulltrúi verður starfsmaður stýrihópsins. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tilnefningu stýrihóps til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.
    Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

    Afgreiðsla 51. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 12. febrúar 2019 Markaðs- og menningarnefnd leggur til að markaðs- og menningarfulltrúi verði með viðveru í Ólafsfirði einu sinni í mánuði í 2 klst í senn til reynslu fram á vor. Viðtalstími verður auglýstur á heimasíðu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1902066Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykktum til seinni umræðu samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.