Bæjarráð Fjallabyggðar

590. fundur 29. janúar 2019 kl. 16:30 - 17:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.MTR, endurnýjun á þakdúk, verðkönnun

Málsnúmer 1901094Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildastjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. GJ smiðir ehf, Trésmíði ehf, L7 ehf, Berg ehf, BB byggingar ehf, Betra þak ehf og Ferningar ehf.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna endurnýjunar á þakdúk húsnæðis MTR í Ólafsfirði.

2.Vesturstígur, verðkönnun

Málsnúmer 1901092Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Vesturstíg í Ólafsfirði.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. Árni Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Vesturstíg í Ólafsfirði.

3.Bakkabyggð, verðkönnun

Málsnúmer 1901093Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.09.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Bakkabyggð í Ólafsfirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið. Árni Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun vegna gatnaframkvæmda við Bakkabyggð í Ólafsfirði.

4.Verðkönnun á innheimtu

Málsnúmer 1812020Vakta málsnúmer

Eftirtöldum aðilum var boðið að taka þátt í verðkönnun vegna innheimtu á kröfum Fjallabyggðar og urðu þeir við beiðninni :

Momentum/Gjaldheimtan, Motus/Lögheimtan/Pacta, og Inkasso/Lög og Innheimta.
Bæjarráð samþykkir að um verðkönnunargögn aðila gildi trúnaður.

Lagður fram verðsamanburður bjóðenda.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Mótus sem á hagstæðasta tilboðið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að ganga frá samningi frá 1. mars 2019 og leggja fyrir bæjarráð.

5.Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901096Vakta málsnúmer

Lögð fram Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2015-2019.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar að uppfæra Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar og leggja fyrir ráðið.

6.Viðgerð á fráveituröri Primex

Málsnúmer 1610086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.01.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun í samstarfi við Primex vegna viðgerðar og lengingar á útrásarröri frá Primex til þess að minnka hættu á mengun í Siglufjarðarhöfn.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir þegar kostnaðurtölur liggja fyrir.

7.Slökkvilið - Úttekt

Málsnúmer 1901097Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið og Særún Hlín Laufeyjardóttir sat undir málinu í hans stað.

Lög fram skýrsla Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings um tillögur að úrbótum að rekstri og fyrirkomulagi Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að halda áfram umfjöllun um málið.

8.Umsögn um frumvarptil laga þar sem innleidd verða ákvæði tilskipunar ESB 2014/61 um ráðst til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum

Málsnúmer 1901087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til laga þar sem innleidd verða ákvæði tilskipunar ESB 2014/61 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptum.
Frestur til að skila inn umsögn er til og með 5. febrúar nk.

9.Lykiltölur um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum 2017

Málsnúmer 1901091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.01.2019 er varðar útgjöld sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla á árinu 2017. Í Fjallabyggð námu útgjöld vegna leik- og grunnskóla 43% af skatttekjum ársins 2017.

10.Átak sveitarfélagsins Fjallabyggðar til að efla fyrirtæki og frumkvöðla á svæðinu

Málsnúmer 1901083Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Átta ráðgjafar, dags. 18.01.2019 að uppbyggingu átaksverkefnis í Fjallabyggð sem felur í sér ráðgjöf til fyrirtækja og frumkvöðla í sveitarfélaginu og unnið verður í nokkrum skrefum.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar bæjarráðs.

11.Spurningalisti til sveitarfélaga varðandi úthlutun fjármagns til nemenda með sérþarfir

Málsnúmer 1901090Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 24.01.2019 þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarfélögum varðandi úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur með sérþarfir. Könnunin er liður í vinnu stýrihóps um menntun fyrir alla sem vinna að gerð leiðbeininga til sveitarfélaga um úthlutun fjármagns til stuðnings við nemendur í skólakerfi fyrir alla. Óskað er eftir svörum fyrir 11.02.2019.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

12.Umsókn um styrk - Ferðafélagið Trölli

Málsnúmer 1811059Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ferðafélagsins Trölla um styrk vegna verkefnisins Gullmolar Tröllaskaga.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni þar sem umsóknin skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Bæjarráð hvetur Ferðafélagið Trölla til að sækja um á auglýstum umsóknartíma fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.

13.Óviðunandi ástand húsa, lóða og vega á Hólavegi - Siglufirði

Málsnúmer 1901095Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurlaugs Odds Jónssonar, fyrir hönd eiganda að Hólavegi 12 og 16, dags. 24.01.2019 er varðar óskir til umhverfis- og skipulagsnefndar um lagfæringu á eignum og malarvegum á Hólavegi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 17:40.