Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

51. fundur 12. febrúar 2019 kl. 17:00 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Bæjarlistamaður 2019 heimsóttur

Málsnúmer 1902036Vakta málsnúmer

Ólafur Stefánsson formaður var fjarverandi undir þessum lið. Ægir Bergsson varaformaður stjórnaði fundi.
Í upphafi fundar heimsóttu fundarmenn bæjarlistamann 2019 Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur á vinnustofu hennar. Hólmfríður kynnti nefndarmönnum verk sín. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Hólmfríði kærlega fyrir skemmtilega og fræðandi móttöku.

2.Menningarhúsið Tjarnarborg - starfið 2018

Málsnúmer 1901071Vakta málsnúmer

Ólafur Stefánsson formaður var fjarverandi undir þessum lið. Ægir Bergsson varaformaður stjórnaði fundi. Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar fór yfir starfið í menningarhúsinu á síðastliðnu ári. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu fyrir yfirferðina. Ljóst er að starfið í húsinu er að aukast og verða fjölbreyttara með hverju árinu.

3.Markaðsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd leggur fram tillögu um að samsetning stýrihóps um gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar verði með eftirfarandi hætti: Tveir aðilar úr bæjarstjórn, formaður markaðs- og menningarnefndar og tveir aðilar sem hafa reynslu eða menntun á sviði markaðssetningar. Markaðs- og menningarfulltrúi verður starfsmaður stýrihópsins. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar.

4.Viðtalstímar markaðs- og menningarfulltrúa í Ólafsfirði

Málsnúmer 1902037Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að markaðs- og menningarfulltrúi verði með viðveru í Ólafsfirði einu sinni í mánuði í 2 klst í senn til reynslu fram á vor. Viðtalstími verður auglýstur á heimasíðu Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.