Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019
Málsnúmer 1902005F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019
Breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva varðandi aðgang unglinga að líkamsrækt og nemaafslátt kynntar fyrir Ungmennaráði. Ungmennaráð fagnar þessum breytingum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 20. fundar Ungmennaráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 20. fundur - 6. febrúar 2019
Farið yfir reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Um síðustu áramót hækkuðu styrkir úr 30.000 kr í 32.500 kr. Ungmennaráð fagnar því að styrkurinn hafi hækkað um síðustu áramót og vonar að hann muni hækka meira á næstu árum. Ungmennaráð segir að barnmörgum fjölskyldum muni verulega um að geta nýtt frístundaávísanir við greiðslu á tónlistarnámi og íþróttaiðkun barna.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 20. fundar Ungmennaráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.