-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram bréf bæjarstjóra til Skipulagsstofnunnar dags. 7. febrúar 2019 vegna framkvæmda á skólpdælustöð á lóð Síldarleitarinnar sf, Tjarnargötu 14-16.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019.
Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019 samtals kr. 2.882.404.-
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Á 67. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 04.02.2019 vísaði nefndin til bæjarráðs ósk leikskólastjóra um 75% stöðuhlutfalli við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings við börn í skólanum. Kostnaður vegna viðbótarstöðugildis á árinu 2019 er kr. 4.536.000.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild vegna 75% viðbótarstöðugildis við Leikskóla Fjallabyggðar vegna sérstuðnings og vísar kostnaði að upphæð samtals kr. 4.158.000 til viðauka nr.2/2019 við deild 04110, lykill 1110 kr. 3.344.000 og deild 04110, lykill 1890 kr.814.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lögð fram drög að þjónustusamningum um tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði ásamt drögum að auglýsingu um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustusamningum fyrir tjaldsvæðin í Ólafsfirði og á Siglufirði ásamt drögum að auglýsingu um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Fært í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Á 116. fundi Félagsmálanefndar þann 7. febrúar sl., samþykkti nefndin að vísa til bæjarráðs drögum að samningi við Þorleif Kr. Níelsson, félagsráðgjafa um sérfræðiþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna sérfræðiþjónustu félagsráðgjafa og felur deildarstjóra félagsmáladeildar að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu félagsráðgjafa rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 01.02.2019 er varðar ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem haldin er í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í Hörpu 4. og 5. apríl 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, dags. 01.02.2019 vegna aðstoðar og þjónustu sem félagið getur veitt bæði um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram erindi Trölla.is, dags. 01.02.2019 er varðar fyrirspurn lesanda vegna trúnaðar um verðkönnunargögn.
Spurningar eru eftirfarandi:
Hvernig var með opna og upplýsta umræðu/upplýsingar um málefni Fjallabyggðar. Hvers vegna gildir trúnaður um verðkönnunargögn.
Eiga ekki íbúar Fjallabyggðar rétt á að vita hve hár kostnaður muni lenda á þeim ef einhverra hluta vegna þeir geti ekki greitt t.d. leikskólagjöldin sín á réttum tíma ? Nú eða skólamáltíðir og fasteignagjöld.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Hagstofu Íslands, dags. 30.01.2019 er varðar upplýsingaöflun um laus störf á íslenskum vinnumarkaði frá og með 1 ársfjórðungi 2019. Markmið Hagstofu Íslands með þessari skráningu starfa er að til verði hagskýrslur sem gefa góða heildarmynd af fjölda lausra starfa og ráðningum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður munu nýtast við mat á stöðugleika og mannaflaþörf á vinnumarkaði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram erindi Nordjobb, dags. 01.02.2019 er varðar samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-30 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum Norðurlöndunum ásamt því að skipuleggja fjölbreytta tómstunda- og menningardagskrá fyrir Nordjobbara í hverju landi fyrir sig. Óskað er eftir því að sveitarfélagið ráði til sín tvo Nordjobbara til sumarstarfa 2019.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Bjarna Björnssonar, dags. 02.02.2019 þar sem boðin er þjónusta varðandi prófarkalestur skýrslna og annars texta á íslensku fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt innslætti hvers kyns texta og skjala á íslensku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram erindi frá Flokkun Eyjafjarðar ehf, dags. 06.02.2019 er varðar upplýsingar frá stjórnarfundi Norðurá bs. sem haldinn var 5. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Fært í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lögð fram tillaga Jóns Valgeirs Baldurssonar fyrir hönd H- listans þar sem lagt er til að sveitarfélagið fari í viðræður við Arion banka um hugsanleg kaup á húsnæði bankans í Ólafsfirði. Ef af verður megi flytja bókasafn, fundaraðstöðu og aðstöðu deildarstjóra Fjallabyggðar úr Ólafsvegi 4 þar sem aðgengi er óásættanlegt og aðstaða ekki nægilega stór. Tillaga H- listans gerir ráð fyrir að áfram verði leigð út skrifstofurými á annarri hæð ásamt því að starfsemi Neon eða listaverkasafn Fjallabyggðar verði staðsett á 3. hæð hússins. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi héraðsskjalasafns eða að minnsta kosti hluti hennar flytjist í Ólafsfjörð. Húsnæði að Ólafsvegi 4 yrði selt.
Meirihluti bæjarráðs áréttar að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði né flutningi bókasafns, héraðsskjalasafns, Neon eða listaverkasafns í nýtt húsnæði.
Meirihluti bæjarráðs leggur til að:
Stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir Neon og að skoðaður verði kostnaður vegna kaupa á húsnæði Arion banka í Ólafsfirði, hönnunar og lagfæringar á húsnæði Arion banka að starfsemi bókasafns, upplýsingamiðstöðvar, hérðsskjalasafns, Neon og/eða listaverkasafns og að gert verði mat á söluverðmæti húseignar að Ólafsvegi 4.
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af aðstöðu í kjallararými húsnæðis MTR til skotæfinga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir vegna afnota Skotfélagsins í kjallararými MTR svo lengi sem skólameistari MTR telur það ekki trufla starfsemi skólans.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi uppsetningu tengiskápa Tengis vegna háhraðanets í Ólafsfirði í ónotuðu kjallararými skólahúsnæðisins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við uppsetningu tengiskápa Tengis vegna háhraðanets í kjallararými skólans.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Eyþings, dags. 07.02.2019 er varðar breytingar á tímatöflu Stræto bs, leið 78 og 79.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna, dags. 07.02.2019 er varðar skýrslu um niðurstöðu könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi frá Nefndarsviði Alþingis dags, 06.02.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 495. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi frá Nefndarsviði Alþingis, dags. 07.02.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12. febrúar 2019
Lagðar fram til kynningar fundargerðir.
67. fundar fræðslu- og frístundanefndar dags. 04.02.2019
102. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 06.02.2019
20. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 06.02.2019
13. fundur Skólanefndar TÁT frá 08.02.2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 592. fundar bæjarráðs staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.