Málsnúmer 2109029Vakta málsnúmer
Lagt er fram erindi stjórnar, meistaraflokksráðs og barna og unglingaráðs Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) dags. 10. september 2021. Í erindinu er þess krafist að fyrirhuguðum framkvæmdum við Ólafsfjarðarvöll verði frestað fram yfir kosningar 2022. Einnig er, í erindinu, því komið á framfæri að forsvarsmenn KF séu tilbúnir að funda með fulltrúum bæjarins til að fara yfir málið. Þá eru lögð fyrir fundinn gögn sem KF sendi í aðdraganda fundar og minnisblöð EFLU verkfræðistofu dags. 18. og 20. september. Í fyrra minnisblaði EFLU er farið yfir ástæður mistaka sem voru gerð við útreikning verkfræðistofunnar á rekstrarkostnaði gervigrasvalla, hið síðara er minnisblað með samanburði á gervigrasi og náttúrlegu grasi hvað varðar stofnkostnað, rekstrarkostnað, líklega endingu og aðra þætti.
Á fund bæjarráðs mættu fyrir hönd KF, Magnús Þorgeirsson, Örn Elí Gunnlaugsson, Ásgeir Frímannsson og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdum vegna úrbóta á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði verði frestað um óákveðinn tíma.