Ræsting í skólahúsnæði TÁT Siglufirði 2021-2024

Málsnúmer 2109062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 20. september 2021. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til verðkönnunar vegna ræstinga í húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), Siglufirði. Fram kemur í minnisblaðinu að, m.v. núgildandi samning, það sé ólíklegt að upphæð nýs samnings að teknu tilliti til framlengingarmöguleika verði hærri en viðmiðunartala innkaupareglna Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til verðkönnunar í samræmi við framlagt minnisblað.