Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2109061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram vinnuskjal slökkviliðstjóra dags 19. september 2021.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og felur bæjarstjóra að óska frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 713. fundur - 07.10.2021

Á fund bæjarráðs kom Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri. Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 19. september 2021 og 27. september 2021 þar sem farið er yfir fjárhagsáætlun 2021.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir greinagóða yfirferð á stöðu fjárheimilda ársins 2021 svo og á greiningu útkalla liðsins. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 25/2021 að upphæð kr. 5.012.249 við deild 07210, lykill 1110, kr. 4.170.446 og lykill 1890, kr. 841.803 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.