Líforkuver

Málsnúmer 2109046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 15. september 2021, erindið varðar ósk SSNE um fjárframlag til stofnunar einkahlutafélags um líforkuver.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30.09.2021

Lagt er fram að nýju erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 15. september 2021. Í erindinu óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj.kr. sem verði nýttar til hagkvæmnimats mögulegs líforkuvers á Akureyri. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Fjallabyggðar kr. 774.000 sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 774.000 til gerðar hagkvæmnismats en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.
Bæjarráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við þessa hagkvæmnisathugun ætti því að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi einnig, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.
Að síðustu beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að samþykkt verði að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hlut Fjallabyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 03.01.2023

Lokaútgáfa frumhagkvæmnimats líforkuvers í Eyjafirði sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarastjóra falið að finna hentuga tímasetningu í 3. eða 4. viku janúar fyrir fund með verkefnastjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21.02.2023

Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bæjarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 794. fundur - 20.06.2023

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð undirriti viljayfirlýsingu um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.