Bæjarráð Fjallabyggðar

774. fundur 03. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Ævari Harðarsyni og Albínu Thordarson um mögulegar leiðir í viðbyggingu við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fyrir gott minnisblað og óskar eftir að hönnuðir mæti á fund bæjarráðs eftir viku.

2.Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum

Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara er að finna viðauka um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Markmið þess er að nýta þau tækifæri sem felast í betri vinnutíma til að ná fullri styttingu vinnutímans á gildistíma kjarasamningsins án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Í bréfinu kynnir einnig stýrihópurinn útreikninga á álagsstuðli milli dvalartíma nemenda og vinnutíma starfsfólks.
Fyrir liggur einnig greinargerð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og leikskólastjóra þar sem álagsstuðull er reiknaður út frá gildandi forsendum og hugmyndir að leiðum til að uppfylla fulla vinnustyttingu leikskólakennara.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildastjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra leikskólans að gera tillögur að útfærslu á fullri styttingu vinnutíma. Skoðað verði hvort útfærslan geti verið með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu.

3.Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar um fjármögnun á nýju björgunarskipi fyrir Siglufjörð.
Samkomulaginu er ætlað að tryggja fjármögnun á nýju björgunarskipi á Siglufirði sem mun koma í stað björgunarskipsins Sigurvins sem nú er orðið 34 ára gamalt. Starfssvæði nýja Sigurvins mun ná frá Tjörnesi í austri til Skagatáar í vestri.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2109079Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna samstarfs um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Fundardagatal nefnda 2023

Málsnúmer 2212052Vakta málsnúmer

Fundardagatal ársins 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

6.Líforkuver

Málsnúmer 2109046Vakta málsnúmer

Lokaútgáfa frumhagkvæmnimats líforkuvers í Eyjafirði sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarastjóra falið að finna hentuga tímasetningu í 3. eða 4. viku janúar fyrir fund með verkefnastjóra.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Fundargerð 45. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.