Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2109079

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 04.11.2021

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands um áframhaldandi markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa.


Inn á fundinn komu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14.11.2022

Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 03.01.2023

Lagður fram samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna samstarfs um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.