Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 06.01.2021

Með bréfi dagsettu 22. desmber 2020 óskar Sigurður Hlöðversson, fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins, eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu varnarvirkja við 4. áfanga stoðvirkja í Hafnarfjalli, Siglufirði.
Með umsókninni fylgir uppdráttur af fyrirhuguðum staðsetningum varnarvirkjanna.
Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 691. fundur - 13.04.2021

Lagt fram til kynningar erindi Ríkiskaupa, dags. 08.04.2021 vegna opnunar tilboða í 4. áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20.04.2021

Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 12.04.2021, er varðar tilboð í framkvæmdir „Installation of avalanche defenses in Siglufjordur“.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Köfunarþjónustan ehf kr. 852.753.543.-
Alma Verk kr. 967.992.000.-
Ístak hf. Kr. 1.093.475.005.-
Íslenskir aðalverktakar kr. 1.164.141.885.-
Kostnaðaráætlun kr. 1.016.363.556.-

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með því að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf. í verkið verði tekið.


Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf, verði tekið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 702. fundur - 01.07.2021

Verkfundargerðir 1 og 2 lagðar fram til kynningar vegna verksins "Installation of avalanche in Siglufjordur" dags. 3.júní og 23. júní sl.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 705. fundur - 12.08.2021

Verkfundargerð 3 lögð fram til kynningar vegna verksins "Installation of avalanche in Siglufjordur" dags. 7.júlí 2021.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Lögð fram til kynningar 4. verkfundargerð vegna verksins "Installation of avalanche in Siglufjordur" dags. 21.júlí 2021.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 5. og 6. verkfunda verksins Snjóflóðavarnir á Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi - uppsetning.
Lagt fram