Bæjarráð Fjallabyggðar

702. fundur 01. júlí 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1803067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarráðuneytisins dags. 11. júní 2021, minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 30. júní 2021 og lokaskýrsla umbótaverkefna byggðum á tillögum ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017.
Lagt fram
Um leið og bæjarráð þakkar framlögð gögn þá vill ráðið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að vinnu við umbótaverkefni í leikskólum Fjallabyggðar.

2.Sjóarinn - Hlaðvarp

Málsnúmer 2106054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steingríms Helgu Jóhannessonar dags. 18. júní, í erindinu er þess farið á leit við Fjallabyggð að sveitarfélagið styrki gerð 7 til 10 hlaðvarpsþátta sem innifælu viðtöl við eldri sjómenn í Fjallabyggð.
Synjað
Fjallabyggð sér sér ekki fært að verða við ósk um styrk.

3.Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 1910145Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Idu Semey f.h. Markaðsstofu Ólafsfjarðar dags. 25. júní 2021, efni erindis er að kanna hvort sveitarfélagið vilji styrkja viðburð á vegum Markaðsstofunnar og Pálshúss á viðlíka forsendum og voru uppi á síðasta ári þegar meiningin var að halda upp á 75 ára afmæli Ólafsfjarðar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

4.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Lögð eru fram gögn er varða hlunnindanýtingu, þ.e. dúntekju, í bæjarlandinu á Siglufirði. Um er að ræða yfirlitsmynd með svæðum ásamt lista yfir aðila sem teljast vera með munnlega eða skriflega heimild bæjarfélagsins fyrir dúntekju á skilgreindum svæðum innan bæjarlandsins. Einnig eru lögð fram afrit af tveimur samkomulögum, gerðum 1990 og 1991, um svæði sunnan tjarnar við Flatir og að síðustu er lögð fram heimild til að sinna og hlúa að fuglalífi á Granda austan fjarðar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að segja upp samningum, munnlegum sem og skriflegum, um nýtingu hlunninda á svæðum 1 til 4 frá og með komandi hausti. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra að bjóða hlutaðeigandi aðilum að gera samninga við sveitarfélagið á sambærilegum forsendum og hugmyndafræði sem núverandi samningur vegna svæðis 5 byggir á. Ef ekki er vilji til samninga hjá þeim er nú nytja svæðin skal bjóða þeim sem nú nýtir svæði 5 að gera viðaukasamninga um laus svæði.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2106071Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103065Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga

Málsnúmer 2101033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 25. júní 2021. Í tölvupóstinum er farið með almennum hætti yfir ýmis mál er varða þá stafrænu umbreytingu sem nánast öll sveitarfélög á landinu hafa samþykkt að taka þátt í undir hatti sambandsins. Einnig er upplýst að nú standi fyrir dyrum ákvarðanataka er varðar verkefni sem farið verði í og að ákvarðanatakan verði með þeim hætti að sveitarfélög velji að hámarki þrjár verkefnahugmyndir í fimm flokkum.
Vísað til umsagnar
Bæjarstjóra og deildarstjórum er falið að gera tillögu að verkefnum og kynna fyrir bæjarráði.

8.Ráðning verkefnastjóra SSNE (Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) á Tröllaskaga.

Málsnúmer 2106075Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra SSNE dags. 25. júní 2021. Í póstinum er sveitarfélaginu gerð grein fyrir því að Anna Lind Björnsdóttir hafi verið ráðin í starf verkefnisstjóra SSNE á Tröllaskaga. Anna Lind mun verða með meginstarfstöð á Ólafsfirði en skilgreinda viðveru á Dalvík. Gert er ráð fyrir að Anna Lind hefji störf 9. ágúst.
Lagt fram
Um leið og bæjarráð bíður Önnu Lind velkomna til starfa þá fagnar ráðið þeim áfanga sem starfsstöð SSNE á Ólafsfirði er.

9.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Verkfundargerðir 1 og 2 lagðar fram til kynningar vegna verksins "Installation of avalanche in Siglufjordur" dags. 3.júní og 23. júní sl.
Lagt fram

10.Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða

Málsnúmer 2102072Vakta málsnúmer

Verkfundargerðir 3 og 4 lagðar fram til kynningar vegna verksins „Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða“ frá 8. og 22. júní sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.