Bæjarráð Fjallabyggðar

692. fundur 20. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Bókun bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

2.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til mars 2021.

3.Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021.

4.Ársreikningur Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2104032Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Fjallabyggðar fyrir rekstrarárið 2020.
Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

5.17. júní 2021

Málsnúmer 2104004Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 74. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem athygli bæjarráðs er vakin á því að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði árið 2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála, dags. 12.04.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að kanna vilja Menningar- og fræðslunefndar slökkviliðsins í Ólafsfirði til framlengingar á samkomulagi frá 2018 um eitt ár í samræmi við ákvæði samkomulagsins þar um.

6.Trilludagar 2021

Málsnúmer 2104003Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 200. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar þess efnis að bæjarráð skoði möguleika þess að halda hátíðina Trilludaga, til dæmis síðar í sumar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa.

7.Húsnæði Neon

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram drög að kaupsamningi vegna annarrar hæðar fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði, eignarhluti 01-0201 sem ætluð er undir starfssemi félagsmiðstöðvarinnar Neon.

Einnig eru lögð fram drög að eignaskiptasamningi vegna sömu eignar.

Bæjarráð samþykkir drögin með tveimur atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

Nanna Árnadóttir I-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

8.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 12.04.2021, er varðar tilboð í framkvæmdir „Installation of avalanche defenses in Siglufjordur“.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Köfunarþjónustan ehf kr. 852.753.543.-
Alma Verk kr. 967.992.000.-
Ístak hf. Kr. 1.093.475.005.-
Íslenskir aðalverktakar kr. 1.164.141.885.-
Kostnaðaráætlun kr. 1.016.363.556.-

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með því að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf. í verkið verði tekið.


Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf, verði tekið.

9.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005100Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13.04.2021 er varðar áframhaldandi eftirlit með þróun fjármála sveitarfélaga með það að markmiði að bregðast við hverju sinni til að tryggja að sveitarfélög geti sinnt mikilvægri nærþjónustu sem þeim er falið samkvæmt lögum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun því kalla eftir upplýsingum um stöðu fjármála á yfirstandandi ári, meðal annars fjárhagsáætlun og viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu. Upplýsingar, sem beðið verður um, þurfa að berast ráðuneytinu fyrir 1. júní nk.

10.Skýrsla Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 2104023Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar skýrsla yfir starf Flugklasans Air 66N fyrir tímabilið september 2020 til 8. apríl 2021.

11.Ósk Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um umsögn v. fiskeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 2006022Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 14.04.2021 þar sem tilkynnt er að ekki verður unnið áfram að því að undirbúa ákvörðun að breytingu á auglýsingu nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í sjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum í ljósi þess að á árinu 2020 var hafin vinna við setningu strandsvæðaskipulags samkvæmt lögum um skipulag haf og stranda þar sem m.a. tekin er afstaða til ólíkrar nýtingar, verndar og til þess hvernig ólík nýting spilar saman s.s. varðandi orkuvinnslu, mannvirkjagerð, fiskeldi, vernd, samgöngur, útivist og ferðaþjónustu. Sú vinna sem farið hefur fram mun gagnast í vinnu fulltrúa ráðaneytis og sveitarfélaga á vettvangi svæðisráðs fyrir strandsvæðaskipulag um Eyjafjörð þegar það verður kallað saman.

12.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er vaðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708.

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.04.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

Fundi slitið - kl. 09:15.