17. júní 2021

Málsnúmer 2104004

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.04.2021

Markaðs- og menningarnefnd vekur athygli á að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði og undirritað var 15.2.2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar. Nefndin vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20.04.2021

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram bókun 74. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem athygli bæjarráðs er vakin á því að samkomulag um 17. júní hátíðarhöld sem gert var við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði árið 2018 er útrunnið en heimild er til framlengingar.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála, dags. 12.04.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að kanna vilja Menningar- og fræðslunefndar slökkviliðsins í Ólafsfirði til framlengingar á samkomulagi frá 2018 um eitt ár í samræmi við ákvæði samkomulagsins þar um.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 08.06.2021

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrirhugaða hátíðardagskrá 17. júní fyrir nefndarmönnum.