Húsnæði Neon

Málsnúmer 2104042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 692. fundur - 20.04.2021

Samþykkt
Lögð fram drög að kaupsamningi vegna annarrar hæðar fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði, eignarhluti 01-0201 sem ætluð er undir starfssemi félagsmiðstöðvarinnar Neon.

Einnig eru lögð fram drög að eignaskiptasamningi vegna sömu eignar.

Bæjarráð samþykkir drögin með tveimur atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

Nanna Árnadóttir I-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 31. fundur - 09.03.2022

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir teikningu af nýju húsnæði Neon, Suðurgötu 4.
Lagt fram til kynningar
Teikningar af framkvæmdum við nýtt húsnæði Neon lagðar fram til kynningar. Ungmennaráð fagnar framkvæmdunum og þeim framfarasporum sem stigin eru í starfi með unglingum í Fjallabyggð. Ungmennaráð vill bjóða Neonráði á næsta fund til að hugstorma um starf og aðbúnað í Neon þegar að nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 32. fundur - 25.05.2022

Ungmennaráð og Neonráð fara í skoðunarferð í nýtt húsnæði Neon, Suðurgötu 4.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Fundarmenn skoðuðu nýtt húsnæði Neon, að Suðurgötu 2-4 Siglufirði. Í kjölfarið var umræða um aðbúnað og annað í húsnæðinu, hvað er til og hvað er þörf á að endurnýja.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 05.09.2022

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir stöðu framkvæmda í nýju húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons í Suðurgötu 2-4.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd fór í skoðunarferð í nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, Suðurgötu 2-4 Siglufirði. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir stöðu framkvæmda í húsnæðinu. Framkvæmdum er ekki lokið og harmar fræðslu- og frístundanefnd það, en verklok voru áætluð fyrir skólabyrjun. Það verður því töf á upphafi starfs í félagsmiðstöðinni og vill nefndin biðja nemendur á unglingastigi grunnskólans afsökunar á því. Vonandi mun framkvæmdum ljúka sem allra fyrst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um stöðu framkvæmda við félagsmiðstöðina NEON.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð harmar að opnun Neon hafi dregist. Bæjarráð leggur áherslu á að opnun Neon verði flýtt eins og kostur er.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 33. fundur - 02.11.2022

Ungmennaráð skoðar nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neons að Suðurgötu 2-4 Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð skoðaði nýtt húsnæði Neons að Suðurgötu 4. Ákveðið að taka umræðu um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á næsta fundi.