Ungmennaráð Fjallabyggðar

32. fundur 25. maí 2022 kl. 14:45 - 15:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sveinn Ingi Guðjónsson varamaður
  • Jason Karl Friðriksson aðalmaður
  • Júlía Birna Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Birna Björk Heimisdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig. Frímann Geir Ingólfsson mætti ekki.

Fulltrúar í Neonráði voru boðnir á fundinn. Eftirtaldir fulltrúar mættu: Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Guðrún Ósk Auðunsdóttir, Víkingur Ólfjörð Daníelsson og Agnar Óli Grétarsson.

1.Húsnæði Neon - Suðurgata 4

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Ungmennaráð og Neonráð fara í skoðunarferð í nýtt húsnæði Neon, Suðurgötu 4.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Fundarmenn skoðuðu nýtt húsnæði Neon, að Suðurgötu 2-4 Siglufirði. Í kjölfarið var umræða um aðbúnað og annað í húsnæðinu, hvað er til og hvað er þörf á að endurnýja.

2.Ungmennaþing 2022 - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Málsnúmer 2204081Vakta málsnúmer

Ungmennaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra verður haldið á Dalvík 13-14 október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.