Bæjarráð Fjallabyggðar

758. fundur 13. september 2022 kl. 08:15 - 09:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Formaður bar upp dagskrártillögu að bæta máli nr. 8 við dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða að bæta máli nr. 2209007 - Húsnæði Neon - Suðurgata 4.

1.Erindi um ábendingar frá hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2208005Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.09.2022 vegna erindis Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 02.08.2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir lok september.

2.Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4

Málsnúmer 2202077Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) f.h. sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna og N4 ehf. er varðar verkefni sem hefur það að markmiði að efna til almennrar umfjöllunar og vekja athygli á landsfjórðungnum.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð ítrekar bókun 733. fundar bæjarráðs frá 10. mars 2022, og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

3.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til júlí 2022.
Lagt fram til kynningar

4.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til ágúst 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 901.187.802,- eða 103,13% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2208013Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

6.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs auk tveggja viðauka sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir allra aðildarsveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

7.Samningur um sértæk verkefni sóknaráætlunar

Málsnúmer 2206099Vakta málsnúmer

Lagður er fram samningur um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðastofnun frá 31. maí 2022.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

8.Húsnæði Neon - Suðurgata 4

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um stöðu framkvæmda við félagsmiðstöðina NEON.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð harmar að opnun Neon hafi dregist. Bæjarráð leggur áherslu á að opnun Neon verði flýtt eins og kostur er.

9.Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2209007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar um aðkomu að frístundabyggð á Saurbæjarási.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Kristjáni Haukssyni fyrir ábendinguna en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

10.Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka

Málsnúmer 2209015Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 06.09.2022, þar sem Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Fjallabyggðar í kjölfar umsóknar Hornbrekku um tímabundið áfengisleyfi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tímabundið vínveitingaleyfi fyrir sitt leyti.

11.Rafhleðslustæði á bílaplanið við Hól

Málsnúmer 2208050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnlaugs Freys Arnarsonar f.h. Siglóhóls ehf. þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna sem fyrirhugað er að setja upp við Hól.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila uppsetningu rafhleðslustöðvar við Hól á Siglufirði. Sá hluti erindisins er snýr að merkingu bílastæða og lýsingar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

Fundi slitið - kl. 09:25.