Ungmennaráð Fjallabyggðar

31. fundur 09. mars 2022 kl. 14:45 - 15:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Skarphéðinn Þór Torfason aðalmaður
  • Ronja Helgadóttir varamaður
  • Frímann Geir Ingólfsson aðalmaður
  • Júlía Birna Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jason Karl Friðriksson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Húsnæði Neon - Suðurgata 4

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir teikningu af nýju húsnæði Neon, Suðurgötu 4.
Lagt fram til kynningar
Teikningar af framkvæmdum við nýtt húsnæði Neon lagðar fram til kynningar. Ungmennaráð fagnar framkvæmdunum og þeim framfarasporum sem stigin eru í starfi með unglingum í Fjallabyggð. Ungmennaráð vill bjóða Neonráði á næsta fund til að hugstorma um starf og aðbúnað í Neon þegar að nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun.

2.Ungt fólk og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE)

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála segir frá hugmyndum SSNE um næsta ungmennaþing á svæðinu.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð ræddi um mögulegt áframhaldandi starf hjá SSNE með ungmennaráðum á svæðinu og hvað væri hægt að gera á næsta ungmennaþingi SSNE.

Fundi slitið - kl. 15:30.