Bæjarráð Fjallabyggðar

706. fundur 19. ágúst 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs

1.Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs fyrir tímabilið 01.01 2021 til 30.06 2021.
Lagt fram

2.Staða framkvæmda 2021

Málsnúmer 2105048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu framkvæmda fyrir tímabilið 01.01.2021 til 31.07.2021.
Lagt fram

3.Miðbær Siglufjarðar, hönnun og útboðsgögn

Málsnúmer 2005010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir vinnuskjal bæjarstjóra dags. 16.08 2021 ásamt drögum að hönnun miðbæjar Siglufjarðar, frumkostnaðarmati hönnuða og frumkostnaðarmati Vegagerðarinnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að kynna framlögð drög fyrir húseigendum og rekstraraðilum fyrirtækja í miðbænum. Að aflokinni yfirferð á athugasemdum sem fram kunna að koma skal efna til opins íbúafundar þar sem íbúum Fjallabyggðar verða kynnt drögin og þeim gefin kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum.

4.Samningur um talmeinaþjónustu 2021-2023

Málsnúmer 2108017Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 16. ágúst 2021 ásamt drögum að samningi um talmeinaþjónustu. Í framlögðu vinnuskjali leggur deildarstjóri til að bæjarráð heimili undirritun nýs samnings um talmeinaþjónustu og að hann taki mið af því að bætt verði í þjónustu á komandi ári. Framlögð drög að samningi taka mið af samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik frá 8. maí 2014. Miðað er við að samningurinn hafi ekki kostnaðarauka, umfram fjárheimildir, í för með sér á yfirstandandi ári en að honum fylgi 560.000 króna kostnaður vegna aukinnar þjónustu á komandi ári umfram uppreiknaðar fjárheimildir yfirstandandi árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Einnig samþykkir bæjarráð að vísa áætluðum auknum kostnaði til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

5.Fjallahlaup - North Ultra

Málsnúmer 2108014Vakta málsnúmer

Fram er lagt erindi Gests Þ. Guðmundssonar f.h. North Ultra fjallahlaupsins dags. 11. ágúst 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið sjái um að loka tilgreindum götum og setji upp viðvörunarmerkingar þegar hlaup á sér stað þann 28. ágúst nk.. Einnig eru lögð fram kort af umræddum götum og þess óskað að sveitarfélagið komi á framfæri atriðum er hlaupið varðar á heimasíðu og öðrum miðlum sínum.
Samþykkt
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samvinnu við tæknideild. Einnig bendir bæjarráð á að sumar þeirra gatna sem um ræðir eru þjóðvegir í þéttbýli og að nauðsynlegt er afla heimildar Vegagerðar sem og lögreglustjóra.

6.Greiðsla kostnaðar vegna alþingiskosninga 2021.

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Fram er lagt til kynningar bréf Dómsmálaráðuneytisins dags. 11. ágúst 2021. Í bréfinu er sveitarfélaginu kynnt ákvörðun ráðuneytisins um fjárhæð greiðslu nauðsynlegs kostnaðar við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna skv. 2. mgr. 15. gr. laga 24/2000, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda og önnur áhöld vegna kosninganna.

7.Undirbúningur fyrir Alþingiskosningar 2021 - Kjördeildakerfi

Málsnúmer 2106039Vakta málsnúmer

Fram er lagður til kynningar tölvupóstur Árnýjar G. Ólafsdóttur f.h. Þjóðskrár dags. 13. ágúst 2021 vegna alþingiskosninga 2021 og útgáfu kjörskrárstofns.

8.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 4. verkfundargerð vegna verksins "Installation of avalanche in Siglufjordur" dags. 21.júlí 2021.
Lagt fram

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 272. fundur - 13. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir : 1, 2 og 3
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 272. fundur - 13. ágúst 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 272. fundur - 13. ágúst 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 272. fundur - 13. ágúst 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 16. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 122. fundur - 17. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.