Samningur um talmeinaþjónustu 2021-2023

Málsnúmer 2108017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 16. ágúst 2021 ásamt drögum að samningi um talmeinaþjónustu. Í framlögðu vinnuskjali leggur deildarstjóri til að bæjarráð heimili undirritun nýs samnings um talmeinaþjónustu og að hann taki mið af því að bætt verði í þjónustu á komandi ári. Framlögð drög að samningi taka mið af samkomulagi milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik frá 8. maí 2014. Miðað er við að samningurinn hafi ekki kostnaðarauka, umfram fjárheimildir, í för með sér á yfirstandandi ári en að honum fylgi 560.000 króna kostnaður vegna aukinnar þjónustu á komandi ári umfram uppreiknaðar fjárheimildir yfirstandandi árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Einnig samþykkir bæjarráð að vísa áætluðum auknum kostnaði til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.