Bæjarráð Fjallabyggðar

869. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Endurnýjun þaks á íþróttahúsi Ólafsfirði 2025

Málsnúmer 2504004Vakta málsnúmer

Leitað var verðtilboða í endurnýjun þaks á íþróttahúsi Ólafsfjarðar og barst eitt tilboð í verkið frá Trésmíði ehf með Þaksmiðjuna ehf sem undirverktaka. Tilboðið hljóðar upp á kr. 35.985.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf í verkið á þeim forsendum sem fram koma í tilboðinu. Gert er ráð fyrir framkvæmdunum í fjárfestingaáætlun 2025.

2.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá T.ark þar sem tilkynnt er, f.h. Samkaupa hf og KSK eigna ehf, að umsókn um lóð í miðbæ Siglufjarðar fyrir nýjan verslunarkjarna er dregin til baka.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

3.Erindi frá Sjómannadagsráði vegna dorgveiði á norðurgarðinum í Ólafsfirði

Málsnúmer 2503049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sjómannadagsráði þar sem óskað er eftir samtali við Fjallabyggð um áhuga ráðsins á að laga og bæta aðstöðu og öryggismál fyrir dorgveiði á norðurgarðinum í Ólafsfjarðarhöfn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindi Sjómannadagsráðs og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fá frekari upplýsingar til útfærslu á hugmyndum ráðsins.

4.Flokkun Eyjafjörður fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Flokkunar ásamt ársreikningi fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla KPMG 2024

Málsnúmer 2503053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal KPMG fyrir stjórnendur sveitarfélagsins um stjórnsýslu Fjallabyggðar árið 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Vægi sjávarútvegs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2503054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá SSNE um vægi sjávarútvegs í útsvarsgrunni sveitarfélaga innan svæðisins árið 2024. Samkvæmt samantektinni er vægi fiskveiða í útsvarsgrunni Fjallabyggðar 17,6% og vægi fiskvinnslu 5,4%.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá SSNE þar sem óskað er eftir tilnefningu tengiliðs vegna vinnu við sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að tilnefna sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs sem tengilið vegna vinnu við sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

8.Lög um veiðigjöld 2025

Málsnúmer 2504003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald. Meðfylgjandi gögnum er jafnframt bókun stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem lýst er yfir eindreginni andstöðu við tillögu ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda.
Lagt fram til kynningar
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 3.apríl 2025 voru lögð fram drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald en umsagnarfrestur um drögin er til og með 3.apríl. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi umsögn um frumvarpið:

„Fjallabyggð er ekki mótfallinn því að útgerðir greiði sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindum sjávar en hafa verður þó í huga hvaða afleiðingar breytingar í þá átt sem frumvarpið gerir ráð fyrir geta haft fyrir fyrirtæki í sjávarútvegssveitarfélögunum og þar með sveitarfélögin sjálf.

Þrátt fyrir augljósa óvissu um afleiðingar fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina eða einstök sveitarfélög og er það í andstöðu við 129.grein sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.

Rekstur og fjárfestingar útgerðarinnar hafa gríðarleg áhrif á samfélag Fjallabyggðar og má í því sambandi nefna að vægi fiskveiða í útsvarsgrunni Fjallabyggðar var árið 2024, 17,6% samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vægi fiskvinnslu í sama grunni 5,4%.

Fjallabyggð gerir verulegar athugasemdir við stuttan umsagnarfrest sem veittur var, eða aðeins 10 dagar frá birtingu frumvarpsins, sérstaklega í ljósi þess að engin greiningargögn eru lögð fram og eins og áður segir því mikil óvissa um áhrifin. Ómögulegt er fyrir sveitarfélög að afla sér nauðsynlegra upplýsinga með svo skömmum fyrirvara og því gerir Fjallabyggð þá kröfu að umsagnarfrestur verði framlengdur og aflað verði frekari gagna til upplýsinga og samtals við hagaðila með það í huga að minnka þá óvissu sem ríkir um afleiðingar slíks frumvarps fyrir sjávarútvegssveitarfélög.“

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna 13.stöðufundar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.