Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Lagður er fram tölvupóstur frá Eyþóri Björnssyni f.h. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 8. nóvember 2021. Í erindinu leggur SSNE til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og að verkefnið verði unnið í samstarfi við Norðurland vestra og að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði boðin þátttaka.

Óskað er eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi :

Að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári m.v. eftirfarandi:

Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu SSNE.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 779. fundur - 21.02.2023

Lögð fram tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Svæðisáætlunartillagan verður auglýst í Lögbirtingablaðinu og í einum eða fleiri fjölmiðlum sem ætla má að nái til almennings á svæðinu. Tillagan verður gerð aðgengileg á vefsíðum SSNV og SSNE, á vefsíðu Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Environice. Þess er jafnframt óskað að sveitarfélögin á Norðurlandi birti tillöguna á vefsíðum sínum. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið mun vekja athygli á málinu á heimasíðu sinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 lögð fram með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir svæðisáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og samþykkis.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.