Erindi frá Sjómannadagsráði vegna dorgveiði á norðurgarðinum í Ólafsfirði

Málsnúmer 2503049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 869. fundur - 03.04.2025

Fyrir liggur erindi frá Sjómannadagsráði þar sem óskað er eftir samtali við Fjallabyggð um áhuga ráðsins á að laga og bæta aðstöðu og öryggismál fyrir dorgveiði á norðurgarðinum í Ólafsfjarðarhöfn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindi Sjómannadagsráðs og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fá frekari upplýsingar til útfærslu á hugmyndum ráðsins.