Bæjarráð Fjallabyggðar

868. fundur 27. mars 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Starfsemi og helstu verkefni SSNE

Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer

Á fjarfund eru mættar Elva Gunnlaugsdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir frá SSNE.
Lagt fram til kynningar
Framkvæmdastjóri SSNE, Albertína F. Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir greindu frá starfsemi samtakanna og fóru yfir helstu málefni sem SSNE er að kljást við í samráði við sveitarfélögin. Ársþing SSNE verður haldið dagana 2.-3.apríl n.k. og á Fjallabyggð þrjá fulltrúa á þinginu, Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atla Einarsson og Helga Jóhannsson. Jafnframt kynntu þær tillögur sem liggja fyrir komandi ársþingi.
Bæjarráð þakkar Albertínu og Elvu fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni og komandi ársþingi.

2.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2025

Málsnúmer 2501024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um verulegar skemmdir sem hafa orðið á gróðri og gangstéttum á því svæði sem leyfi var veitt fyrir að halda snjókross keppni innanbæjar í Ólafsfirði 7. - 9. mars s.l.
Bæjarráð ítrekar þá bókun sem gerð var á fundi ráðsins 27. febrúar s.l. þegar leyfið var veitt og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að kalla fulltrúa vélsleðafélagsins til fundar til þess að fara yfir málið og tryggja að félagið gangi frá svæðinu eftir sig í samræmi við skilyrði leyfis.

3.Umboð til samningagerðar við sjúkratryggingar Íslands

Málsnúmer 2503031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umboði til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir SFV og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til samningsgerðar í samræmi við erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá umboðinu.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2025

Málsnúmer 2503033Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar-febrúar 2025. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 285.082.334,- eða 111,48% af tímabilsáætlun 2025. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 14 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-febrúar 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,5% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu kirkjugarðsmála sóknarinnar. Hvatt er til þess að vinna við nýjan kirkjugarð við Brimnes hefjist eins fljótt og mögulegt er.

Vísað til umsagnar
Bæjarráð tekur undir áhyggjur sóknarnefndar og felur skipulags- og framkvæmdasviði að leggja fyrir bæjarráð minnisblað um málið, næstu skref ásamt frumkostnaðarmati.

7.Erindi vegna kvikmyndagerðar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Glassriver þar sem óskað er leyfis frá Fjallabyggð til kvikmyndatöku á Siglufirði og í Ólafsfirði frá 31.mars til 14.apríl n.k. Meðfylgjandi erindinu er áætlun um tökustaði og tökutíma á þessu tímabili en ljóst er að kvikmyndatökunni fylgja m.a. lokun á götum tímabundið og hugsanleg óþægindi vegna notkunar á tækjum, s.s. vindvélum, í byggð í báðum byggðarlögum.
Samþykkt
Bæjarráð veitir Glassriver leyfi til kvikmyndatöku í Fjallabyggð í samræmi við fyrirliggjandi áætlun en leggur ríka áherslu á að framkvæmdin verði gerð í samráði við hlutaðeigandi stofnanir og menningar- og markaðsfulltrúa auk þess sem verkefnið verði kynnt ítarlega fyrir íbúum.

8.Fundarboð - fulltrúaráðsfundur

Málsnúmer 2503027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð til fulltrúaráðs Stapa lífeyrissjóðs um fulltrúaráðsfund sem fram fer þriðjudaginn 15.apríl n.k.
Lagt fram til kynningar
Í ljósi þess að sá fulltrúi sem tilnefndur var á síðasta ársfundi er ekki lengur starfandi hjá sveitarfélaginu þá felur bæjarráð bæjarstjóra að koma tilkynningu til sjóðsins þess efnis.

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:15.