Umboð til samningagerðar við sjúkratryggingar Íslands

Málsnúmer 2503031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 868. fundur - 27.03.2025

Fyrir liggur erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umboði til gerðar samnings við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir SFV og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til samningsgerðar í samræmi við erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá umboðinu.