Erindi vegna kvikmyndagerðar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 868. fundur - 27.03.2025

Fyrir liggur erindi frá Glassriver þar sem óskað er leyfis frá Fjallabyggð til kvikmyndatöku á Siglufirði og í Ólafsfirði frá 31.mars til 14.apríl n.k. Meðfylgjandi erindinu er áætlun um tökustaði og tökutíma á þessu tímabili en ljóst er að kvikmyndatökunni fylgja m.a. lokun á götum tímabundið og hugsanleg óþægindi vegna notkunar á tækjum, s.s. vindvélum, í byggð í báðum byggðarlögum.
Samþykkt
Bæjarráð veitir Glassriver leyfi til kvikmyndatöku í Fjallabyggð í samræmi við fyrirliggjandi áætlun en leggur ríka áherslu á að framkvæmdin verði gerð í samráði við hlutaðeigandi stofnanir og menningar- og markaðsfulltrúa auk þess sem verkefnið verði kynnt ítarlega fyrir íbúum.