Starfsemi og helstu verkefni SSNE

Málsnúmer 2302028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Albertína Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) komu á fund bæjarráðs til að kynna starfsemi samtakanna.
Bæjarráð þakkar fulltrúum SSNE fyrir greinargóða og fræðandi kynningu á starfsemi samtakanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 868. fundur - 27.03.2025

Á fjarfund eru mættar Elva Gunnlaugsdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir frá SSNE.
Lagt fram til kynningar
Framkvæmdastjóri SSNE, Albertína F. Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir greindu frá starfsemi samtakanna og fóru yfir helstu málefni sem SSNE er að kljást við í samráði við sveitarfélögin. Ársþing SSNE verður haldið dagana 2.-3.apríl n.k. og á Fjallabyggð þrjá fulltrúa á þinginu, Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atla Einarsson og Helga Jóhannsson. Jafnframt kynntu þær tillögur sem liggja fyrir komandi ársþingi.
Bæjarráð þakkar Albertínu og Elvu fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni og komandi ársþingi.