Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju varðandi framkvæmd og niðurstöðu rafrænnar kosningar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.
Bæjarráð þakkar fulltrúum sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju fyrir erindið. Bæjarráð vill koma á framfæri að bæjarráð getur ekki breytt ákvörðunum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn tók formlega ákvörðun um staðarval vegna nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði að undangenginni ráðgefandi atkvæðagreiðslu íbúa í Ólafsfirði. Bæjarráð vísar því erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 245. fundur - 27.06.2024

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju varðandi framkvæmd og niðurstöðu rafrænnar kosningar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði og bókun 835. fundar bæjarráðs frá 21.6.2024 þar sem bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar fulltrúum sóknarnefndar fyrir innsent erindi. Bæjarstjórn þótti rétt að leita til íbúa, enda vilji bæjarstjórnar að auka beina aðkomu íbúa sveitarfélagsins að ákvarðanatöku þegar málefni nærumhverfis íbúa eru til afgreiðslu.
Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að endurskoða fyrri ákvörðun og því stendur hún.

Samþykkt með 7 atkvæðum.