Bæjarstjórn Fjallabyggðar

245. fundur 27. júní 2024 kl. 17:00 - 18:42 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024.

Málsnúmer 2405009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 6, og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Samþykkt
  • 1.3 2405010 Frístundavefur Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir tillögurnar og fagnar framtakinu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er veitt heimild til þess að afgreiða málið og koma Frístundavef Fjallabyggðar í loftið. Bæjarráð felur einnig deildarstjóra að óska eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar um hvort vilji sé fyrir sameiginlegum frístundavef. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2406006 Útboð á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði 2024-2027
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð veitir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til útboðs. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.6 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir að útbúin verði viðauki nr. 3 að fjárhæð 198.450.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.7 2405059 Ósk um afnot af æfingarsvæði við Hól sumar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð samþykkir ósk GKS um ósk af svæði suður af Hóli líkt og síðastliðin ár. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14. júní 2024.

Málsnúmer 2406001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 6
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri undir lið nr. 6.
Samþykkt
  • 2.1 2405065 Verðtilboð í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar 2024 - 2027.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14. júní 2024. Í ljósi þess að aðeins eitt tilboð barst í skólamáltíðir þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði Hallarinnar Veitingahúss ehf. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.6 2406025 Ósk um rekstrarstyrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14. júní 2024. Bæjarráð þakkar félögum eldri borgara í Fjallabyggð fyrir erindið og lýsir yfir mikilli ánægju með aukna samvinnu á milli félaganna. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4, 5, 9, 11 og 14
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir undir lið 3.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið 5.
Samþykkt
  • 3.1 2401036 Verkefni félagsmáladeildar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið og komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til Gæða og eftirlitsstofnunar vegna innra mats en áætlaður kostnaður við verkefnið er 2 milljónir.

    Bæjarráð veitir einnig heimild fyrir að rætt verði við HMS um möguleg skipti á íbúðum á milli Fjallabyggðar og HMS í nýjum húsum við Vallarbraut.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.3 2405036 Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð þakkar þeim sem tóku þátt í tilraunaútboðinu en í ljósi þess að markmiðum rammasamningsútboðanna var ekki náð þá samþykkir ráðið að hætta við útboð á tímavinnu iðnaðarmanna. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.4 2406032 Innheimta skólagjalda hjá TÁT
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.5 2406036 Heimild til sölu og kaupa á bifreið fyrir akstursþjónustu.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til þess að selja núverandi bifreið ásamt því að ganga frá kaupum á bifreið sem kæmi í stað hennar inn í akstursþjónustu Fjallabyggðar, svo framarlega að takist að selja núverandi bifreið. Bókun fundar Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
    Í ljósi þess að breytingarferli á nýrri bifreið mun taka 2-3 mánuði þá heimilar bæjarstjórn kaup á nýrri bifreið.
    Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.9 2212059 Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa ný drög að samningi við Golfklúbb Fjallabyggðar þar sem greiðsluröð vegna endurbóta á golfvellinum við Skeggjabrekku yrði hraðað úr 6 árum í 2-3 ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera að tillögu að almennu ferli sem viðhaft yrði vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.11 2310006 Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð tekur vel í hugmynd Flugklasans um að sameiginlegur fundur verði haldinn í lok sumars og mun senda fulltrúa sinn á fundinn verði til hans boðað. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.14 2406042 Hlutafjáraukning - Aðalfundur 2024. Greið leið ehf.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024. Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti en hlutur Fjallabyggðar í aukningunni er 1.451 kr. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 29. maí 2024.

Málsnúmer 2405011FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 140

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í þremur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið nr. 2.

Lagt fram til kynningar

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 3. júní 2024.

Málsnúmer 2405012FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 12 liðum.
Til afgreiðslu er liður nr. 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir lið nr. 3
Samþykkt
  • 6.3 2101065 Vefmyndavélar við Fjallabyggðarhafnir
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 3. júní 2024. Raffó ehf. vinnur að uppsetningu á nýjum vefmyndavélum við Fjallabyggðarhafnir. Bókun fundar Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sjá til þess að myndavélakerfi hafnarinnar sé aðgengilegt almenningi.

    Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda bókun með 7 atkvæðum.
  • 6.4 2405029 Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 3. júní 2024. Erindi samþykkt. Hafnarstjórn beinir því til umsækjanda að vel sé gengið frá gámnum, hann sé í góðu ástandi og fyllstu snyrtimennsku sé gætt. Einnig bendir hafnarstjórn á að stöðuleyfi gáma eru veitt til eins árs í senn. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024.

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liður nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12 og 14
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið nr. 9, 10 og 15.
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri, Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir lið nr. 9. Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson tóku einnig til máls undir lið nr. 15.
Arnar Þór Stefánsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir lið nr. 9, 10, 11 og 15.
Samþykkt
  • 7.1 2403071 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.2 2401030 Breyting á deiliskipulagi Flæða
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar vegna nýrrar raðhúsalóðar á deiliskipulagssvæðinu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.3 2406022 Umsókn til skipulagsfulltrúa
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin felur tæknideild að útfæra breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar við Saurbæjarás þannig að heimild verði fyrir einu smáhýsi innan hverrar lóðar í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. gr. 2.3.5. lið f. Breytingin telst óveruleg þar sem nú þegar eru smáhýsi við flest frístundahúsin á svæðinu og verður því grenndarkynnt eigendum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.4 2404033 Óveruleg breyting á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin tekur undir svörin sem lögð eru fram og leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi sem grenndarkynnt var skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verði samþykkt og auglýsing um það birt í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.5 2406013 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 16
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.6 2406016 Umsókn um lóð - Suðurgata 85
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar frá 7.5.2024. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.9 2302025 Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Á 302.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fyrir nefndina tillaga tæknideildar, unnin í samvinnu við Vegagerðina, þar sem samþykkt var að lækka hámarkshraða þjóðvega í gegnum þéttbýli Fjallabyggðar niður í 30 km/klst. Með þessu samþykkti nefndin að gera umferðaröryggi í íbúagötum jafnt undir höfði, hvort sem þær flokkist sem þjóðvegur í þéttbýli eða ekki - enda enginn eðlismunur þar á í daglegu amstri íbúa sveitarfélagsins. Í tvígang á þessu ári hefur umferð um Öxnadalsheiði verið beint í gegnum Fjallabyggð og styrkir það enn frekar afstöðu nefndarinnar.

    Ljóst ef af erindum sem nefndinni hefur borist að langlundargeð íbúa gagnvart afgreiðslu hámarkshraða í sveitarfélaginu er að þrotum komið og skorast nefndin ekki undan þeirri ábyrgð sem hún ber á seinagangi þeirrar afgreiðslu. Tillaga umferðadeildar Vegagerðarinnar sem nú lítur skyndilega dagsins ljós, án rökstuðnings, er þó ekki í samræmi við það sem þegar hefur verið lagt fyrir nefndina og samþykkt, er ekki í takt við daglega notkun eða nærumhverfi þjóðvegarins, og síst til þess fallinn að hægt sé að ljúka málinu hratt og örugglega.

    Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu málsins og hvetur umferðadeild Vegagerðarinnar til að endurskoða afstöðu sína og samþykkja áður framlagða uppdrætti svo hægt sé að nýta framkvæmdir sumarsins til að ljúka skiltun og öðrum nauðsynlegum umferðaröryggisaðgerðum fyrir upphaf næsta skólaárs.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu liðar með 5 atkvæðum. Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
  • 7.10 2405072 Aðgangur að teikningasafni bygginga í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.11 2310001 Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.12 2405062 Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin samþykkir stöðuleyfið sem er veitt til 12 mánaða í senn og hvetur stöðuleyfishafa til að ganga snyrtilega um. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.14 2406041 Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymsluskýli við Hvanneyrarbraut 24
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin samþykkir stöðuleyfið sem verður veitt til 12 mánaða. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 7.15 2406015 Leiðbeiningar um endurnýtingu úrgangs í fyllingar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa leiðbeiningum um endurnýtingu úrgangs til starfshóps um úrgangsmál og felur hópnum að finna hentuga losunarstaði fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24. júní 2024.

Málsnúmer 2405010FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 4 liðum.
Enginn liður þarfnast afgreiðslu og fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir lið nr. 1 og 3.
S. Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls undir lið nr. 3.
Lagt fram til kynningar
  • 8.1 2404040 Leikskóli Fjallabyggðar. Niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins 2024
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24. júní 2024. Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar og viðbrögð við einstaka liðum hennar.
  • 8.3 2406002 Grunnskóli Fjallabyggðar. Skólapúls 2024 - niðurstöður kannana
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 24. júní 2024. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir niðurstöður kannana í forföllum skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024.

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 462. og 463. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 22. mars og 7. maí 2024 lagðar fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

10.Staðsetning nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Málsnúmer 2406040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju varðandi framkvæmd og niðurstöðu rafrænnar kosningar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði og bókun 835. fundar bæjarráðs frá 21.6.2024 þar sem bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn þakkar fulltrúum sóknarnefndar fyrir innsent erindi. Bæjarstjórn þótti rétt að leita til íbúa, enda vilji bæjarstjórnar að auka beina aðkomu íbúa sveitarfélagsins að ákvarðanatöku þegar málefni nærumhverfis íbúa eru til afgreiðslu.
Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að endurskoða fyrri ákvörðun og því stendur hún.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:42.