Fundargerð hafnarstjórnar er í 12 liðum.
Til afgreiðslu er liður nr. 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir lið nr. 3
Samþykkt
.3
2101065
Vefmyndavélar við Fjallabyggðarhafnir
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 3. júní 2024.
Raffó ehf. vinnur að uppsetningu á nýjum vefmyndavélum við Fjallabyggðarhafnir.
Bókun fundar
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sjá til þess að myndavélakerfi hafnarinnar sé aðgengilegt almenningi.
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda bókun með 7 atkvæðum.
.4
2405029
Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 3. júní 2024.
Erindi samþykkt. Hafnarstjórn beinir því til umsækjanda að vel sé gengið frá gámnum, hann sé í góðu ástandi og fyllstu snyrtimennsku sé gætt. Einnig bendir hafnarstjórn á að stöðuleyfi gáma eru veitt til eins árs í senn.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.