Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024.

Málsnúmer 2405009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 245. fundur - 27.06.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 6, og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Samþykkt
  • .3 2405010 Frístundavefur Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir tillögurnar og fagnar framtakinu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er veitt heimild til þess að afgreiða málið og koma Frístundavef Fjallabyggðar í loftið. Bæjarráð felur einnig deildarstjóra að óska eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar um hvort vilji sé fyrir sameiginlegum frístundavef. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .4 2406006 Útboð á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði 2024-2027
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð veitir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til útboðs. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .6 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir að útbúin verði viðauki nr. 3 að fjárhæð 198.450.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .7 2405059 Ósk um afnot af æfingarsvæði við Hól sumar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 7. júní 2024. Bæjarráð samþykkir ósk GKS um ósk af svæði suður af Hóli líkt og síðastliðin ár. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.