Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4, 5, 9, 11 og 14
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir undir lið 3.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir lið 5.
Samþykkt
.1
2401036
Verkefni félagsmáladeildar 2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið og komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði til Gæða og eftirlitsstofnunar vegna innra mats en áætlaður kostnaður við verkefnið er 2 milljónir.
Bæjarráð veitir einnig heimild fyrir að rætt verði við HMS um möguleg skipti á íbúðum á milli Fjallabyggðar og HMS í nýjum húsum við Vallarbraut.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2405036
Þjónusta iðnaðarmanna, tímavinna
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð þakkar þeim sem tóku þátt í tilraunaútboðinu en í ljósi þess að markmiðum rammasamningsútboðanna var ekki náð þá samþykkir ráðið að hætta við útboð á tímavinnu iðnaðarmanna.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2406032
Innheimta skólagjalda hjá TÁT
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.5
2406036
Heimild til sölu og kaupa á bifreið fyrir akstursþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til þess að selja núverandi bifreið ásamt því að ganga frá kaupum á bifreið sem kæmi í stað hennar inn í akstursþjónustu Fjallabyggðar, svo framarlega að takist að selja núverandi bifreið.
Bókun fundar
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að breytingarferli á nýrri bifreið mun taka 2-3 mánuði þá heimilar bæjarstjórn kaup á nýrri bifreið.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
.9
2212059
Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa ný drög að samningi við Golfklúbb Fjallabyggðar þar sem greiðsluröð vegna endurbóta á golfvellinum við Skeggjabrekku yrði hraðað úr 6 árum í 2-3 ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera að tillögu að almennu ferli sem viðhaft yrði vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.11
2310006
Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð tekur vel í hugmynd Flugklasans um að sameiginlegur fundur verði haldinn í lok sumars og mun senda fulltrúa sinn á fundinn verði til hans boðað.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.14
2406042
Hlutafjáraukning - Aðalfundur 2024. Greið leið ehf.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21. júní 2024.
Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti en hlutur Fjallabyggðar í aukningunni er 1.451 kr.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.