Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024.

Málsnúmer 2406002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 245. fundur - 27.06.2024

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liður nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12 og 14
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið nr. 9, 10 og 15.
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri, Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir lið nr. 9. Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson tóku einnig til máls undir lið nr. 15.
Arnar Þór Stefánsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir lið nr. 9, 10, 11 og 15.
Samþykkt
  • .1 2403071 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .2 2401030 Breyting á deiliskipulagi Flæða
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar vegna nýrrar raðhúsalóðar á deiliskipulagssvæðinu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .3 2406022 Umsókn til skipulagsfulltrúa
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin felur tæknideild að útfæra breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar við Saurbæjarás þannig að heimild verði fyrir einu smáhýsi innan hverrar lóðar í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. gr. 2.3.5. lið f. Breytingin telst óveruleg þar sem nú þegar eru smáhýsi við flest frístundahúsin á svæðinu og verður því grenndarkynnt eigendum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .4 2404033 Óveruleg breyting á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin tekur undir svörin sem lögð eru fram og leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi sem grenndarkynnt var skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verði samþykkt og auglýsing um það birt í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .5 2406013 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 16
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .6 2406016 Umsókn um lóð - Suðurgata 85
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar frá 7.5.2024. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .9 2302025 Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Á 302.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fyrir nefndina tillaga tæknideildar, unnin í samvinnu við Vegagerðina, þar sem samþykkt var að lækka hámarkshraða þjóðvega í gegnum þéttbýli Fjallabyggðar niður í 30 km/klst. Með þessu samþykkti nefndin að gera umferðaröryggi í íbúagötum jafnt undir höfði, hvort sem þær flokkist sem þjóðvegur í þéttbýli eða ekki - enda enginn eðlismunur þar á í daglegu amstri íbúa sveitarfélagsins. Í tvígang á þessu ári hefur umferð um Öxnadalsheiði verið beint í gegnum Fjallabyggð og styrkir það enn frekar afstöðu nefndarinnar.

    Ljóst ef af erindum sem nefndinni hefur borist að langlundargeð íbúa gagnvart afgreiðslu hámarkshraða í sveitarfélaginu er að þrotum komið og skorast nefndin ekki undan þeirri ábyrgð sem hún ber á seinagangi þeirrar afgreiðslu. Tillaga umferðadeildar Vegagerðarinnar sem nú lítur skyndilega dagsins ljós, án rökstuðnings, er þó ekki í samræmi við það sem þegar hefur verið lagt fyrir nefndina og samþykkt, er ekki í takt við daglega notkun eða nærumhverfi þjóðvegarins, og síst til þess fallinn að hægt sé að ljúka málinu hratt og örugglega.

    Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu málsins og hvetur umferðadeild Vegagerðarinnar til að endurskoða afstöðu sína og samþykkja áður framlagða uppdrætti svo hægt sé að nýta framkvæmdir sumarsins til að ljúka skiltun og öðrum nauðsynlegum umferðaröryggisaðgerðum fyrir upphaf næsta skólaárs.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu liðar með 5 atkvæðum. Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
  • .10 2405072 Aðgangur að teikningasafni bygginga í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .11 2310001 Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .12 2405062 Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin samþykkir stöðuleyfið sem er veitt til 12 mánaða í senn og hvetur stöðuleyfishafa til að ganga snyrtilega um. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .14 2406041 Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymsluskýli við Hvanneyrarbraut 24
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Nefndin samþykkir stöðuleyfið sem verður veitt til 12 mánaða. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • .15 2406015 Leiðbeiningar um endurnýtingu úrgangs í fyllingar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19. júní 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa leiðbeiningum um endurnýtingu úrgangs til starfshóps um úrgangsmál og felur hópnum að finna hentuga losunarstaði fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu.