Fréttir

Tilboð - tímavinna iðnaðarmanna í Fjallabyggð

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í tímavinnu iðnaðarmanna í Fjallabyggð. Tímavinnan á við um tilfallandi verkefni sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðs- og verðkannana samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar.
Lesa meira

Vátryggingaútboð Fjallabyggðar 2025-2027

Fjallabyggð og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2025-2027
Lesa meira

Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði verður við Brimnes

Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði. Samþykkt var á 243. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar, ráðgefandi niðurstaða íbúakosningar, um staðarval nýs kirkjukarðs í Ólafsfirði sem lögð var fyrir þann 30. apríl sl. þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes.
Lesa meira

Einstefna afnumin tímabundð - Lækjargata Siglufirði opin í báðar áttir

Einstefna afnumin tímabundið um Lækjargötu Siglufirði. Meðan framkvæmdir standa yfir við Aðalgötu á Siglufirði verður bílaumferð heimiluð í báðar áttir um Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu.   Gildir þessi ráðstöfun tímabundið og hafa lögrelguyfirvöld verið látið vita. 
Lesa meira

Útboð – Skóla- og frístundaakstur 2024-2027 í Fjallabyggð.

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð samkvæmt útboðslýsingu. Skóla- og frístundaakstur felst í reglulegum ferðum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með börn og unglinga vegna skóla- og frístundastarfs.
Lesa meira

Umgengni á gámasvæðum Fjallabyggðar ábótavant

Að gefnu tilefni vill Fjallabyggð biðla til íbúa að ganga vel um á gámasvæðum sveitarfélgsins.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir útboð á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2024-2027. Áætlað magn skólamáltíða fyrir næsta skólaár 2024-2025 er:
Lesa meira

Eldvarnardagur í Leilskóla Fjallabyggðar

Eldvarnardagur var í leikskólum Fjallabyggðar, Leikhólum og Leikskálum, í dag. Börn á efstu deildum leikskólana hafa í vetur aðstoðað slökkvilið við að tryggja að brunavarnir leikskólanna væru í lagi. Jafnframt var þeim kynnt og kennt mikilvægi brunavarna meðal annars heima fyrir
Lesa meira

Menning um hvítasunnu

Þór Vigfússon opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Arnfinna Björnsdóttir opnar sýningu með nýjum verkum í Ráðhússal Siglufjarðar 18. maí nk. Sýngin er opin daglega frá kl. 15.00 - 17.00 til og með 21. maí.
Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði í gær

Skemmtiferðaskipið MS Fram frá Hurtigruten í Noregi kom óvænt til Siglufjarðar í gær og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.  Skipinu var ætlað að leggja að á Djúpavík en vegna veðurs þurfti skipið frá að hverfa og var ákveðið að koma þess í stað til Siglufjarðar. Bókunarfyrirvarinn var stuttur eða rétt rúmlega hálfur sólarhringur. 
Lesa meira