Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð samkvæmt útboðslýsingu.
Skóla- og frístundaakstur felst í reglulegum ferðum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með börn og unglinga vegna skóla- og frístundastarfs.
Reiknað er með 3400 ferðum a.m.t. á ári sem gera um 57.800 km.
Á starfstíma grunnskólans þarf sætaframboð að vera 70 sæti en í sumarakstri 40 sæti.
Gerð er krafa um að öll sæti skólabifreiðar séu með þriggjafestu mjaðmar- og axlarbelti.
Reiknað er með að akstur á grundvelli útboðsins hefjist þann 20. ágúst 2024 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, til 19. ágúst 2027, með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir kl. 13:00 mánudaginn 24. júní 2024 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Opnunarstaður tilboða: Ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt frá og með 21. maí 2024 og skal óska eftir þeim í netfangið rikey@fjallabyggd.is
Allar nánari upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála í gegnum netfangið rikey@fjallabyggd.is og Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála gegnum netfangið bragi@fjallabyggd.is