10.05.2024
Sunnudaginn 12. maí hefjast framkvæmdir við síðasta áfanga í endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins. Framkvæmdaraðili er Sölvi Sölvason.
Lesa meira
10.05.2024
Fjallabyggð auglýsir lausar til umsóknar 11 lóðir fyrir einbýlishús og lóðir fyrir eitt parhús.
Lóðirnar eru staðsettar í suðurbæ Siglufjarðar í grónu hverfi. Tilgangur með nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið var að ná óbyggðum lóðum inn í skipulag með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í yfirbragð byggðarinnar þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.
Lesa meira
08.05.2024
Fjallabyggðar hvetur hugmyndaríka einstaklinga og félagasamtök til að halda sumarnámskeið fyrir börn í Fjallabyggð í sumar. Undanfarin ár hefur Fjallabyggð hldið utan um yfirlit og auglýst sumarnámskeið / afþreyingu fyrir börn í Fjallabyggð.
Lesa meira
08.05.2024
Eigendur katta í Fjallabyggð eru minntir á að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí nk., t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20:00 til kl. 8:00 á þeim tíma samkvæmt samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.
Lesa meira
06.05.2024
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 30. apríl 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
06.05.2024
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
06.05.2024
Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur.
Lesa meira
02.05.2024
Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.
Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað.
Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2024.
Lesa meira
30.04.2024
Með hækkandi sól fer götusóparinn af stað. Fimmtudaginn 2. maí hefjumst við handa við árlega hreinsun gatna. Ááætlað er að þetta standi yfir í nokkra daga.
Við biðjum bæjarbúa um að fylgjast vel með og færa til ökutæki ef kostur er á ti að auðvelda hreinsun gatna.
Lesa meira
30.04.2024
Kosning um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði fer nú fram á netinu með rafrænum skilríkjum undir slóðinni kirkjugardur.betraisland.is. Valið stendur á milli afmarkaðs svæðis við Brimnes og við Garðsveg. Aðeins íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Ólafsfirði geta tekið þátt í staðarvalinu og bent er á að niðurstaðan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir ákvarðanatöku bæjarstjórnar.
Lesa meira