Auglýsing um skipulagsmál í Fjallabyggð -Flæðar á Ólafsfirði

Loftmynd sem sýnir staðhætti, gul brotin lína sýnir það svæði sem breytingin nær til.
Loftmynd sem sýnir staðhætti, gul brotin lína sýnir það svæði sem breytingin nær til.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að íbúðarsvæði 320 ÍB í Ólafsfirði stækkar um 0,3 ha sunnan núverandi byggðar við Bylgjubyggð og ofan bakka Ólafsfjarðarvatns. Vegna stækkunar íbúðarsvæðis minnkar opið svæði 323 OP um 0,3 ha. Breytingin er til komin vegna áforma um að koma fyrir lóð fyrir raðhús sunnan núverandi raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á aðalskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.

Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá 7. maí til og með 28. maí 2024. Umsagnir við skipulagslýsinguna skulu berast rafrænt í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar: skipulagsgatt.is/issues/2024/420.

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum hjá skipulagsfulltrúa á netfangið iris@fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Skipulagslýsing

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi