Deiliskipulag Hrannar- og Bylgjubyggðar 2
Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur. Í vestur eru mörkin dregin við deiliskipulagsmörk íbúðarbyggðar við Flæðar og við gangstétt Bylgjubyggðar í suður. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag og skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild
____________________________________________________________________________
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 8. maí til og með 27. júní 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er skipulagsgatt.is/issues/2024/401. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.
Greinargerð Skipulagsuppdráttur
Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi