Fréttir

Framkvæmdaáætlun 2022

Fjallabyggð boðar til upplýsingafundar vegna framkvæmdaáætlunar 2022 í Tjarnarborg fimmtudaginn 16. desember og hefst hann kl. 17:00
Lesa meira

Tendrum ljós í glugga

Sveitarfélagið vill skora á þá sem eiga frístundahúsnæði hér í Fjallabyggð að tendra ljós í þeim húsum sem standa munu auð yfir hátíðarnar. Fjallabyggð er mikill jólabær og þætti okkur vænt um að sjá sem flesta taka þátt í að birta upp skammdegið með okkur. Gleðilega jólahátíð
Lesa meira

Gjafabréf - fyrirtækjalisti 2021

Gjafabréfin, frá Fjallabyggð, til starfsmanna sveitarfélagsins er hægt að nota á eftirfarandi stöðum (sjá lista hér fyrir neðan: Þeir aðilar sem ekki eru á listanum og hafa áhuga á að taka við bréfunum vinsamlegast sendi póst þar um á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira

Nýr upplýsingavefur Fjallabyggðar fagnar.is

Linda Lea er nýr flutningsfulltrúi Fjallabyggðar Fjallabyggð, sameinað samfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, hefur brugðið á það ráð að fela sérstökum flutningsfulltrúa að einfalda fólki búferlaflutninga til staðarins. Í stað þess að þurfa að leita til margra aðila getur fólk nú beint öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans sem ýmist svarar um hæl eða leitar svara og hefur samband til baka.
Lesa meira

Auglýsing um útboð: Ræsting leikskóla í Fjallabyggð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í verkin: a) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði og b) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.
Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opna árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 3. desember kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður hefur haft það fyrir venju undanfarið 21. ár að setja upp það nýjasta sem hún hefur verið að vinna að og gefa þannig áhugasömum færi á að fylgjast með þróun verka sinna. Verkin eru ekki endilega full unnin eða hugmyndirnar full mótaðar, heldur er sýningin meira eins og forskoðun á skapandi ferli.
Lesa meira

Olga Vocal Ensemble með jólatónleika í Tjarnarborg 10. desember kl. 20:00

Olga Vocal Ensemble heldur jólatónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði föstudaginn 10. desember kl. 20:00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrir jólaplata hópsins.
Lesa meira

207. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 207. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði, 1. desember 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Kynjaskepnur himins og hafs - listasýning nemenda grunnskólans í ráðhússal Fjallabyggðar

Listasýning nemenda 1. - 7 bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar verður opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, II hæð, fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember frá kl. 13:00-16:00 Listasýningin er afrakstur sköpunarsmiðju sem fram fór á Barnamenningardögum dagana 16. - 19. nóvember fyrir nemendur í 1. – 7. bekk grunnskólans. Sköpunarsmiðjurnar fór fram undir leiðsögn Hólmfríðar Vídalín Arngrímsdóttur (Hófý) og Guðrúnar Þórisdóttur (Garún). Í smiðjunum vann Hófý með nemendum við að skapa kynjaskepnur himins og hafs úr leir og hjá Garúnu unnu nemendur með það efni sem sjórinn ber að landi, grjót, skeljar, þang og spýtur. Börnin fengu fullt frelsi til að skapa og láta hugmyndaflugið ráða för og úr urðu stórfenglegir skúlptúrar.
Lesa meira

Hunda- og kattahreinsun 2021

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira