Auglýsing um útboð: Ræsting leikskóla í Fjallabyggð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í verkin: a) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði og b) Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.

Um er að ræða tvö aðskilin útboð og geta bjóðendur hvort sem boðið í annað verkið eða bæði. Samningur verður gerður um hvort verk fyrir sig.

 

FJAL-2021-1: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði.
FJAL-2021-2: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.

Verkin felast í reglulegri ræstingu og sumarhreingerningu á starfsstöðvum leikskóla Fjallabyggðar samkvæmt útboðslýsingu. 

Heildarfjöldi fermetra í útboði vegna Leikskála Siglufirði er 765,7 m².
Heildarfjöldi fermetra í útboði vegna Leikhóla Ólafsfirði er 379,2 m².

Reiknað er með að verktími hefjist þann 1. janúar 2022 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2024, með möguleika á framlengingu til eins árs.

Vettvangsskoðanir munu fara fram á eftirfarandi tíma:

  • Leikskálar Siglufirði: mánudagur 6. desember kl. 14:00
  • Leikhólar Ólafsfirði: mánudagur 6. desember kl. 15:20

Um er að ræða rafrænt útboð, útboðsgögn eru afhent frá og með 2. desember 2021 rafrænt. Skal ósk um afhendingu gagna berast á netfangið rikey@fjallabyggd.is.

Tilboðum ásamt tilskildum fylgigögnum skal skilað fyrir kl. 11:00 mánudaginn 13. desember 2021 með rafrænum hætti á netfangið rikey@fjallabyggd.is.

Tilboð skulu auðkennd svo:

  • FJAL-2021-1: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði.
  • FJAL-2021-2: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði“

Opnunartími tilboða verður mánudaginn 13. desember kl. 11:00 á skrifstofu Fjallabyggðar.

Útboðin eru auglýst á http://www.utbodsvefur.is/

Allar nánari upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Netfang: rikey@fjallabyggd.is
Sími: 464 9100