Fréttir

1-1-2 dagurinn - Björgunarsveitin Strákar - Styrktartónleikar

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði halda upp á 112 daginn með styrktartónleikum í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:00 Miðasala fer fram á tix.is eða með að senda tölvupóst á strakar.tonleikar@gmail.com Tónleikunum verður streymt á youtube rás Straumenda
Lesa meira

Flutningsjöfnunarstyrkir Byggðastofnunar

Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Lesa meira

NORA auglýsir verkefnastyrki 2021, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2021.
Lesa meira

Tillögur sveitarfélaga um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020/2021

Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.
Lesa meira

Leiðbeiningar frá Almannavörnum varðandi öskudaginn

Almannavarnair í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman smá leiðbeiningar varðandi öskudaginn.
Lesa meira

Fjarðargangan 2021 - Rafræn í ár

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur ákveðið að Fjarðargangan 2021 verði rafræn. Rafræna gangan í ár fer þannig fram að þátttakendur ganga sína vegalengd hvar sem er. Það eina sem keppandi þarft að gera er að senda staðfestingu frá Strava, Garmin, Sport Tracker eða sambærilegu forriti um að viðkomandi hafi lokið sinni vegalengd samkvæmt skráningu. Þar með hefur viðkomandi lokið Fjarðargöngunni 2021, fær stimpil í Íslandsgöngu vegabréfið og á möguleika á að detta í lukkupottinn með útdráttarverðlaun.
Lesa meira

Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10. febrúar. Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.
Lesa meira

197. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

197. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 10. febrúar 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála, en mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar færði leikskólanum gönguskíði að gjöf

Stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar kom færandi hendi á Leikhóla í dag og færði leikskólanum fjögur pör af gönguskíðum og skóm sem henta eldri árgöngum leikskólans.
Lesa meira