Fréttir

Fáðu þér G-Vítamín! - Frítt í sund

Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund í Fjallabyggð. Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er "Hreyfðu þig daglega". Að fara í sund, taka 100 metrarna eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
Lesa meira

Barnamenningarsjóður Íslands

Rannís auglýsir eftir umsóknum um árlega styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands.
Lesa meira

198. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi, 15. febrúar 2021 kl. 12.00

198. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi, 15. febrúar 2021 kl. 12.00
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á ný

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar aftur eftir hreinsun og er fyrsti opnunardagur í dag föstudaginn 12. febrúar. Opið er milli 14:00 og 19:00. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, Egill Rögnvaldsson, vill koma fram þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg til að hægt væri að opna skíðasvæðið á ný. [Meira]
Lesa meira

Öskudagur - Hornbrekka

Tilkynning frá Hornbrekku í Ólafsfirði vegna öskudagsins. Tekið verður á móti börnunum milli kl. 11:00 og 12:00 í andyri niðri. Ef veður leyfir verður skipulagið þannig að krakkarnir verða úti að syngja fyrir íbúana.
Lesa meira

Engin öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í ár

Vegna gildandi samkomutakmarkana verður ekki haldin öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði eins og venja er á þessum degi.
Lesa meira

Nýir nýsköpunarstyrkir: 100 milljónir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.
Lesa meira

Fréttir frá Leikskálum

Í dag er 112 dagurinn og auðvitað var hann kynntur fyrir börnunum á leikskólanum. Aðalmarkmið dagsins var að kynna neyðarnúmerið 112. En áhersla dagsins er einnig að þessu sinni að huga sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi Grunnskóla Fjallabyggðar og á öskudaginn

Akstur skólarútu verður samkvæmt gildandi aksturstöflu dagana 16. - 19. febrúar. Vetrarfrí verður í Grunnskóla Fjallabyggðar 18. og 19. febrúar nk. Akstur skólrútunnar verður með eftirfarandi hætti þessa fjóra daga [meira]
Lesa meira

1-1-2 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

1-1-2 dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is.
Lesa meira