Mynd frá Skíðasvæðinu í Skarðsdal
Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar aftur eftir hreinsun og er fyrsti opnunardagur í dag föstudaginn 12. febrúar. Opið er milli 14:00 og 19:00.
Forstöðumaður skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, Egill Rögnvaldsson, vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg til að hægt væri að opna skíðasvæðið á ný.
Egill þakkar samhug innan sveitarfélagsins. Að sögn Egils hafa margir hugsa til okkar hér í Fjallabyggð og hefur hann ekki haft undan að svar fyrirspurnum alla þessa viku.
Enduropnun skíðasvæðisins hefði ekki orðið að veruleika svo fljótt eftir áfallið í janúar ef ekki væri fyrir allt það öfluga fólk sem í Fjallabyggð býr en þar má þakka Árna Helgasyni verktaka, Bás, L7, starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar, sjálfboðaliðum og starfsmönnum skíðasvæðisins.